Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Ari treður þessa dagana upp fyrir fullu húsi í Skotlandi. Vísir/Vilhelm Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“