Besta fjárfestingin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. ágúst 2017 09:45 Í Fréttablaðinu í síðustu viku var haft eftir forstjóra Bílaleigu Akureyrar, Steingrími Birgissyni, að kaup á rafbílum væru „ein versta fjárfesting“ sem Bílaleigan hefði gert. Nýtingin sé slæm, ekki sé hægt að leigja bíl sem kemur inn á hádegi fyrr en morguninn eftir því að það þurfi að hlaða hann, þetta sé enn „of dýrt“. Og þar fram eftir götunum.Gott og blessað?… en…„Ein versta fjárfestingin.“ Hér er ekki töluð tæpitunga – hún kemur síðar í viðtalinu. Það er sjálfsagt rétt að erfiðara sé að hámarka stundargróðann fyrir bílaleiguna með rafbílum en Steingrími láist alveg að taka hitt með í reikninginn: Það þarf að bjarga Jörðinni. Og við megum engan tíma missa. Hver dagur skiptir máli, hver farkostur sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti og spúir því út í himinhvolfið skiptir máli, framlag hvers og eins okkar skiptir máli; við þurfum öll að leggjast á eitt við þetta verkefni: það þarf þjóðarátak því að hér eru kjöraðstæður til að rafvæða allar samgöngur. Þegar maður les viðtalið sér maður að Steingrímur er ekki alveg jafn neikvæður í garð rafvæðingar bílaflotans og ætla mætti af fyrirsögninni – ekki beinlínis – og þó: nú kemur tæpitunga, jákvæðni úrtölumannsins: „Þetta gerist og það er bara gott,“ segir hann víðsýnn og umburðarlyndur en um leið slær hann úr og í; það er einhver semingur í honum, einhver svona tónn sem við könnumst vel við; einhver svona „Já já, þetta er nú allt gott og blessað – en?…“-tónn. Og svona endar viðtalið: „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Honum finnst þetta ekkert sérstaklega brýnt – þó að það sé svo sem „allt í lagi“ að vera með, en „margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga“. Geti Steingrímur Birgisson bent okkur á brýnni verkefni en það að bjarga Jörðinni væri fróðlegt að heyra um þau. Fyrir honum er þetta allt einhver framtíðarmúsík og hann vill bíða eftir því að komið verði upp þeim innviðum sem þarf – það er að segja fleiri hleðslustöðvum um allt land. Hann talar eins og slíkt sé ekki verkefni hans, en þar skjátlast honum; það er verkefni okkar allra, og alveg sérstaklega allra þeirra sem starfa við bílaútgerð – að ekki sé talað um valdamikla menn í þessum bransa eins og hann – menn sem geta skipt öllu máli, hafi þeir bara hugarfarið sem þarf.KomasoÞví að fyrst og fremst þarf nýtt hugarfar. Við þurfum að taka þessi mál miklu alvarlegar en við gerum. Hann þarf að hverfa þessi semingur úrtölumannanna – gamli íslenski búrahátturinn og þæfingurinn sem maður skynjar stundum í máli manna þegar þessi mál ber á góma. Við þurfum öll að leggjast á eitt: það þarf þjóðarátak. Það þarf íslenskt brjál; íslenskt komaso. Stjórnvöld þurfa að hafa miklu afdráttarlausari forystu en nú er, hvað sem líður góðum áformum og heitstrengingum umhverfisráðherra; bílasalar þurfa að fyllast eldmóði, talsmenn neytenda og bílstjóra eiga ekki að linna látum; bílaleigurnar þurfa að leggja sitt af mörkum, bensínsalar þurfa að söðla um. Það þarf að koma upp hleðslustöðvum um allt land og fjármagna með enn frekari sköttum á bensín, sem ætti að vera dýrt, alveg hunddýrt en allt sem tengist rafmagni hundódýrt. Kaup á rafbílum eru nefnilega ekki „versta fjárfestingin“ – heldur sú besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun
Í Fréttablaðinu í síðustu viku var haft eftir forstjóra Bílaleigu Akureyrar, Steingrími Birgissyni, að kaup á rafbílum væru „ein versta fjárfesting“ sem Bílaleigan hefði gert. Nýtingin sé slæm, ekki sé hægt að leigja bíl sem kemur inn á hádegi fyrr en morguninn eftir því að það þurfi að hlaða hann, þetta sé enn „of dýrt“. Og þar fram eftir götunum.Gott og blessað?… en…„Ein versta fjárfestingin.“ Hér er ekki töluð tæpitunga – hún kemur síðar í viðtalinu. Það er sjálfsagt rétt að erfiðara sé að hámarka stundargróðann fyrir bílaleiguna með rafbílum en Steingrími láist alveg að taka hitt með í reikninginn: Það þarf að bjarga Jörðinni. Og við megum engan tíma missa. Hver dagur skiptir máli, hver farkostur sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti og spúir því út í himinhvolfið skiptir máli, framlag hvers og eins okkar skiptir máli; við þurfum öll að leggjast á eitt við þetta verkefni: það þarf þjóðarátak því að hér eru kjöraðstæður til að rafvæða allar samgöngur. Þegar maður les viðtalið sér maður að Steingrímur er ekki alveg jafn neikvæður í garð rafvæðingar bílaflotans og ætla mætti af fyrirsögninni – ekki beinlínis – og þó: nú kemur tæpitunga, jákvæðni úrtölumannsins: „Þetta gerist og það er bara gott,“ segir hann víðsýnn og umburðarlyndur en um leið slær hann úr og í; það er einhver semingur í honum, einhver svona tónn sem við könnumst vel við; einhver svona „Já já, þetta er nú allt gott og blessað – en?…“-tónn. Og svona endar viðtalið: „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Honum finnst þetta ekkert sérstaklega brýnt – þó að það sé svo sem „allt í lagi“ að vera með, en „margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga“. Geti Steingrímur Birgisson bent okkur á brýnni verkefni en það að bjarga Jörðinni væri fróðlegt að heyra um þau. Fyrir honum er þetta allt einhver framtíðarmúsík og hann vill bíða eftir því að komið verði upp þeim innviðum sem þarf – það er að segja fleiri hleðslustöðvum um allt land. Hann talar eins og slíkt sé ekki verkefni hans, en þar skjátlast honum; það er verkefni okkar allra, og alveg sérstaklega allra þeirra sem starfa við bílaútgerð – að ekki sé talað um valdamikla menn í þessum bransa eins og hann – menn sem geta skipt öllu máli, hafi þeir bara hugarfarið sem þarf.KomasoÞví að fyrst og fremst þarf nýtt hugarfar. Við þurfum að taka þessi mál miklu alvarlegar en við gerum. Hann þarf að hverfa þessi semingur úrtölumannanna – gamli íslenski búrahátturinn og þæfingurinn sem maður skynjar stundum í máli manna þegar þessi mál ber á góma. Við þurfum öll að leggjast á eitt: það þarf þjóðarátak. Það þarf íslenskt brjál; íslenskt komaso. Stjórnvöld þurfa að hafa miklu afdráttarlausari forystu en nú er, hvað sem líður góðum áformum og heitstrengingum umhverfisráðherra; bílasalar þurfa að fyllast eldmóði, talsmenn neytenda og bílstjóra eiga ekki að linna látum; bílaleigurnar þurfa að leggja sitt af mörkum, bensínsalar þurfa að söðla um. Það þarf að koma upp hleðslustöðvum um allt land og fjármagna með enn frekari sköttum á bensín, sem ætti að vera dýrt, alveg hunddýrt en allt sem tengist rafmagni hundódýrt. Kaup á rafbílum eru nefnilega ekki „versta fjárfestingin“ – heldur sú besta.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun