Tæknibilun á Menningarnótt: "Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:00 Óli Palli segir að það sé ekki komið á hreint hvað olli tæknibiluninni. Vísir/Stefán Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12
Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03