Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2017 16:14 „Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“ EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30
Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13
Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58