Sport

Sharapova tapaði fyrsta setti en komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maria Sharapova.
Maria Sharapova. Vísir/Getty
Maria Sharapova hafði í nótt betur gegn Timea Babos frá Ungverjalandi í annarri umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Þetta er hennar fyrsta stórmót eftir að hún tók út keppnisbann efitr að hafa fallið á lyfjaprófi.

Sharapova tapaði fyrsta setttinu gegn Timea, 7-6, en kom svo til baka og vann næstu tvo sett, 6-4 og 6-1.

Hún gerði sér lítið fyrir og sló Simona Halep, næststigahæstu tenniskonu heims, í fyrstu umferð mótsins. Sharapova er í 146. sæti heimslistans sem stendur og þurfti að fá sérstakt boð til að taka þátt í mótinu.

Henni hefur verið vel tekið í New York þó svo að margir hafi verið gagnrýnir á hversu stutt bann hún fékk. Sharpaova fékk fimmtán mánaða keppnisbann fyrir að taka inn lyfið meldóníum sem var nýkomið á bannlista þegar hún féll í ársbyrjun í fyrra.

Sharapova, sem vann Opna bandaríska árið 2006, mætir næst heimakonunni Sofia Kenin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×