Lífið

Nokkrir glaðlegustu Íslendingarnir

Guðný Hrönn skrifar
Þessi eiga það sameiginlegt að vera hress og kát að eðlisfari.
Þessi eiga það sameiginlegt að vera hress og kát að eðlisfari.
Fólk er eins misglaðlegt og það er margt, það er nú bara þannig. En þessir ellefu einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera áberandi glaðlegir og brosmildir.

Jón Jónsson, tónlistamaður. Þessi drengur virðist alltaf vera í góðu skapi.

Marta María Jónasdóttir, blaðamaður. Það er alltaf eins og Marta hafi verið að vinna í lottói, hún er síkát.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarps- og leikkona. Ragnhildur hefur ekkert verið að spara brosið í gegnum árin.

Ari Eldjárn, grínisti. Hefur einhver séð Ara í fílu? Nei, einmitt það.

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands. Dorrit slær öll met í hressleika.

Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti er brosmildur með eindæmum.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona. Hún er með eitt skærasta brosið.

Helga Braga Jónsdóttir, leikkona. Alltaf kát og smitar gleðinni frá sér hvert sem hún fer.

Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning. Arna hefur ekki hætt að brosa síðan hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður. Það er ekki hægt að saka Gísla um að taka lífinu of alvarlega.

Felix Bergsson, leikari. Ef hann væri á tímakaupi við að vera hress þá ætti hann líklega sand af seðlum.

Sólmundur Hólm, grínisti og útvarpsmaður. Alltaf hress, alltaf kátur enda vinnur hann við að koma fólki til að hlæja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.