Martin: Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 10:30 Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira