Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 09:00 „Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira