Nú er komið að annari viðureigninni í undanúrslitum í So You Think You Can Snap en að keppninni standa meðlimir Áttunnar.
20 framhaldsskólar taka þátt í So You Think You Can Snap og keppa um það hver sé með besta snapparann.
Keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official og líkt og á síðasta ári mun Vísir fylgjast vel með gangi mála. Sigurvegarinn fær Lenovo fartölvu frá Nýherja í verðlaun. Í þessari annari viðureign undanúrslitanna mætast Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
Páll Eiríksson keppir aftur fyrir hönd FÍV og einnig Daníel Óskar Jóhannesson fyrir Kvennó. Hér að ofan má sjá hvernig skólarnir stóðu sig.
MÍ vann fyrstu umferðina í undanúrslitunum og er skólinn kominn í úrslit.
Lífið