Magnolia tryggir sér dreifingarrétt á Undir trénu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2017 22:18 Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum. vísir/getty Bandaríska fyrirtækið Magnolia tryggði sér dreifingarrétt á kvikmyndinni Undir trénu sem frumsýnd var á dögunum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði henni.Magnolia er með stærstu dreifingarfyrirtækjum heims um þessar mundir en það hefur meðal annars annast dreifingu kvikmynda þeirra Thomasar Vinterberg, Lars von Trier og Lukasar Moodysson. „Viðfangsefni myndarinnar virðist ná til fólks utan landsteinanna og viðbrögðin frá því að myndin var frumsýnd hafa svo sannarlega undirstrikað það. Það eiga allir nágranna og forræðisdeilur grassera því miður víða. Að setja þessar sorglegu sögur í grátbroslegan búning virðist hafa heppnast vel og eiga skírskotun víða.“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé virkilega erfitt fyrir kvikmyndir sem ekki séu leiknar á ensku að fá almenna dreifingu í amerískum kvikmyndahúsum. Aðstandendur kvikmyndarinnar eru því hæstánægðir með samstarfið við Magnoliu.Undir trénu var nýverið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og myndin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd á markaðshluta hátíðarinnar en auk þess í flokknum „Contemporary World Cinema.“ Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Magnolia tryggði sér dreifingarrétt á kvikmyndinni Undir trénu sem frumsýnd var á dögunum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði henni.Magnolia er með stærstu dreifingarfyrirtækjum heims um þessar mundir en það hefur meðal annars annast dreifingu kvikmynda þeirra Thomasar Vinterberg, Lars von Trier og Lukasar Moodysson. „Viðfangsefni myndarinnar virðist ná til fólks utan landsteinanna og viðbrögðin frá því að myndin var frumsýnd hafa svo sannarlega undirstrikað það. Það eiga allir nágranna og forræðisdeilur grassera því miður víða. Að setja þessar sorglegu sögur í grátbroslegan búning virðist hafa heppnast vel og eiga skírskotun víða.“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé virkilega erfitt fyrir kvikmyndir sem ekki séu leiknar á ensku að fá almenna dreifingu í amerískum kvikmyndahúsum. Aðstandendur kvikmyndarinnar eru því hæstánægðir með samstarfið við Magnoliu.Undir trénu var nýverið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og myndin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd á markaðshluta hátíðarinnar en auk þess í flokknum „Contemporary World Cinema.“
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein