Magnolia tryggir sér dreifingarrétt á Undir trénu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2017 22:18 Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum. vísir/getty Bandaríska fyrirtækið Magnolia tryggði sér dreifingarrétt á kvikmyndinni Undir trénu sem frumsýnd var á dögunum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði henni.Magnolia er með stærstu dreifingarfyrirtækjum heims um þessar mundir en það hefur meðal annars annast dreifingu kvikmynda þeirra Thomasar Vinterberg, Lars von Trier og Lukasar Moodysson. „Viðfangsefni myndarinnar virðist ná til fólks utan landsteinanna og viðbrögðin frá því að myndin var frumsýnd hafa svo sannarlega undirstrikað það. Það eiga allir nágranna og forræðisdeilur grassera því miður víða. Að setja þessar sorglegu sögur í grátbroslegan búning virðist hafa heppnast vel og eiga skírskotun víða.“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé virkilega erfitt fyrir kvikmyndir sem ekki séu leiknar á ensku að fá almenna dreifingu í amerískum kvikmyndahúsum. Aðstandendur kvikmyndarinnar eru því hæstánægðir með samstarfið við Magnoliu.Undir trénu var nýverið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og myndin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd á markaðshluta hátíðarinnar en auk þess í flokknum „Contemporary World Cinema.“ Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Magnolia tryggði sér dreifingarrétt á kvikmyndinni Undir trénu sem frumsýnd var á dögunum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði henni.Magnolia er með stærstu dreifingarfyrirtækjum heims um þessar mundir en það hefur meðal annars annast dreifingu kvikmynda þeirra Thomasar Vinterberg, Lars von Trier og Lukasar Moodysson. „Viðfangsefni myndarinnar virðist ná til fólks utan landsteinanna og viðbrögðin frá því að myndin var frumsýnd hafa svo sannarlega undirstrikað það. Það eiga allir nágranna og forræðisdeilur grassera því miður víða. Að setja þessar sorglegu sögur í grátbroslegan búning virðist hafa heppnast vel og eiga skírskotun víða.“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé virkilega erfitt fyrir kvikmyndir sem ekki séu leiknar á ensku að fá almenna dreifingu í amerískum kvikmyndahúsum. Aðstandendur kvikmyndarinnar eru því hæstánægðir með samstarfið við Magnoliu.Undir trénu var nýverið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og myndin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd á markaðshluta hátíðarinnar en auk þess í flokknum „Contemporary World Cinema.“
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein