Baráttukonan Agnes Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. september 2017 12:00 Agnes hefur lengi verið Maríu Ellingsen leikkonu hugleikin. María lék titilhlutverk kvikmyndarinnar Agnes árið 1995. Christopher Lund „Hún hefur ekki notið sannmælis í sögunni,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður og verjandi Agnesar Magnúsdóttur sem réttað verður yfir í gjörningi Lögfræðingafélags Íslands á Hvammstanga seinnipartinn í dag. Agnes var ásamt Friðriki Sigurðssyni hálshöggvin við Þrístapa í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, fyrir morð, brennu og þjófnað. Þetta voru síðustu aftökurnar á Íslandi.Fer ekki fram á sýknu „Ég fer ekki fram á sýknu,“ segir Guðrún Sesselja og vísar til þess að Agnes játaði brotin á sínum tíma. „Mín málsvörn mun byggjast á því að þær hafi sætt gríðarlegu heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég vísa til dómafordæma um að það leiði til vægari refsingar þegar fólk hefur búið við langvarandi ofbeldi og nefni auðvitað líka þennan gríðarlega aðstöðumun sem þessar aumu vinnukonur, Agnes og Sigríður, búa við gagnvart þessu allt um lykjandi yfirvaldi.“ Þótt ljóst sé af gögnum málsins að heimilisaðstæður á Illugastöðum hafi verið vægast sagt ömurlegar, voru engin grið gefin við ákvörðun refsingar og gjörningnum í dag er ætlað að leiða í ljós hvernig höndum nútímalöggjöf og -gildismat hefði farið um sakborningana.Guðrún Sesselja Arnardóttir.Væri grunaður kynferðisbrotamaður Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Friðriks, segir að í dag yrði Natan talinn kynferðisbrotamaður. Velta má fyrir sér aðdraganda voðaverkanna á Illugastöðum af lestri málsgagna og greina um atburðinn. „Friðrik minn var hálfgerður kjáni og Sigríður greyið ekki nema 16 ára þegar morðin eru framin. Hún er aðeins 14 ára þegar foreldrar hennar senda hana í sveit til Natans,“ segir Gestur. „Sigríður var látin sofa upp í hjá Natan þegar hann vildi. Í dag væri enginn vafi á því að Natan er kynferðisbrotamaður. Friðrik bað um hönd Sigríðar. Sigríður lætur á sér skilja að hún sé til í það en Natan muni ekki láta hana lausa.“ Gestur telur mögulegt að Friðrik hafi litið á Natan sem ógn. Manninn sem heldur unnustu hans frá honum, neitar að láta hana lausa úr vistarbandi og misnotar hana. „Í dómskjölunum hins vegar er öll áhersla lögð á að þetta hafi verið auðgunarbrot. Þau hafi ætlað að stela frá Natan.“Vonbrigði Agnesar Gestur hefur fleiri kenningar um aðdragandann að voðaverkunum á Illugastöðum. „Það er enginn vandi að sjá fyrir sér að Agnes hafi upplifað að hún gæti aldrei öðlast þá stöðu sem hún sóttist eftir á meðan Natan lifði. Hún gat ekki farið úr vistinni án þess að hann samþykkti það. Hún gerði sér kannski vonir um að eitthvað yrði á milli þeirra þegar hún fór frá Geitaskarði. En hitti þar Sigríði fyrir. Hún áttar sig á því að Natan er hvorki að fara að kvænast henni né Sigríði,“ segir Gestur og bætir við: „Þannig að hafi hún haft drauma um það að öðlast frelsi og sjálfstæði í gegnum dvölina á Illugastöðum þá verða það örugglega mikil vonbrigði fyrir hana.“Heimilisofbeldi undirrótin Guðrún Sesselja leggur meiri áherslu á að langvarandi ofbeldi gegn þeim Agnesi og Sigríði hafi verið undirrótin. Vísar Guðrún meðal annars til þeirra orða sem Agnes játaði að hafa haft yfir líki Natans. En í dómsskjölum segir um það: „Agnes viðkannast að þá Nathan hafi verið dauður hafi hún sagt, að nú væri hann ekki að laspúvera sig til eður neitt af kvenfólki.“ Agnes vísar til þess heimilisofbeldis og skamma sem þær Sigríður máttu stöðugt þola af hendi Natans.Höggstokkur og axarblað vegna aftöku Agnesar á Þjóðminjasafni Íslands.Reiðin breyttist í hatur Agnes hefur lengi verið Maríu Ellingsen leikkonu hugleikin. María lék titilhlutverk kvikmyndarinnar Agnes árið 1995. „Hún stendur uppi í hárinu á honum, reynir að flýja en þar sem vistarbönd eru í gildi á þessum tíma þá neyðist hún til að hunskast aftur heim. Hann niðurlægir hana enn frekar með því að láta hana sofa í útihúsunum. Þá er eins og henni hafi verið stillt upp við vegg. Hún hefur engan sér til varnar. Hvorki fjölskyldu né yfirvöld og tekur þá til sinna ráða. Reiðin breytist í hatur sem mallar lengi og endar með morði,“ segir María.Málsbætur að engu hafðar „Mér fannst ég vera að lesa sögu konu sem ætíð fannst hún vera úti í horni í öllum aðstæðum og aldrei njóta nauðsynlegrar og sjálfsagðrar viðurkenningar,“ segir Erla Bolladóttir, sem drakk í sig allt sem hún komst yfir um Agnesi á meðan hún sat í gæsluvarðhaldi á áttunda áratugnum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Í heimildum um réttarhöldin var hvergi staf að finna sem skoðast hefði mátt sem málsbætur. Til dæmis upplýsingar um aðdragandann sem hefðu jafnvel orðið henni til náðunar. Yfirvöld og almenningur heimtuðu blóð hennar. Ekki lágu fyrir sannanir um morð að yfirlögðu ráði aðrar en játningar,“ segir Erla og bætir við: „Mér fannst við eiga það sameiginlegt að vera kúgaðar af hálfu þeirra sem að okkur stóðu. Natan birtist mér sem tákn um dómsmálayfirvöld. Hann hélt henni í óumflýjanlegri stöðu þar til morð var framið og hún tekin af lífi fyrir. Rannsakendur héldu mér í örvæntingarfullri og óumflýjanlegri stöðu þar til meinsæri var framið og ég tekin af lífi fyrir.“Gestur Jónsson tekur þátt í gjörningnum.Hver var Agnes? Í grein sinni „Dauði Natans“, sem gefin var út 100 árum eftir aftökurnar, heldur Guðbrandur Jónsson prófessor því fram að Agnes og Friðrik hafi verið „fáfróðir og illa upp aldir vesalingar, af þeim enda þjóðfélagsins, sem einskis á úrkostar“. Guðbrandur rökstyður þessa einkunn ekki með öðru en þjóðfélagsstöðu þeirra Agnesar og Friðriks og fer með henni í rauninni gegn þeirri lýsingu á Agnesi sem gefin er í sjálfum málsgögnunum sem hann sjálfur lætur getið. Þar er haft eftir presti að hún sé „hafandi góðar gáfur velkunnandi og skiljandi sinn kristnidóm“. Í fangaskýrslu sýslumanns er hún kölluð „allvel uppalin“. „Vísurnar sem Agnes sendi Rósu eru einhverjar flottustu vísur sem ég hef séð,“ segir Gestur, aðspurður um persónu Agnesar og vísar til sendinga milli Skáld-Rósu og Agnesar, sem hafa öðru fremur verið taldar vísbending um ást þeirra beggja til Natans og afbrýðisemi hvorrar í annarrar garð. „Þetta er náttúrulega örugglega mjög sorglegt líf þar sem kona með svona mikla hæfileika og góða greind nær ekki að njóta þeirra í sínu lífi,“ segir Gestur og bendir á, eins og málsgögnin sýna, að hún var fluglæs, talin greind við fermingu og að auki þannig skrifandi að hún var að skrifa bréf fyrir aðra. „Það er enginn vafi á að hún væri í A-bekknum, hefði hún verið sett í getuskiptan skóla, ekki spurning,“ segir Gestur.Skáld-Rósa og Agnes kveðast á í júní 1828:Sending Skáld-Rósu til AgnesarUndrast þarftu ei, baugabrú,þótt beiskrar kenni pínu:Hefir burtu hrifsað þúhelft af lífi mínu. Svar Agnesar til Rósu Er mín klára ósk til þín,angurstárum bundin:Ýfðu ei sárin sollnu mín,sólarbáru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð,seka Drottinn náðar,af því Jesú fyrir verðokkur keypti báðar.Baráttukonan Agnes „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk fann ég að hún var með einhvern ógnarsterkan baráttuvilja og stolt og neitaði að láta þagga niður í sér,“ segir María Ellingsen og bætir við: „En merkilegast þykir mér að Agnes gefur sig ekki heldur eftir að hún er dáin.“ María vísar til þess að Agnes hafi stöðugt minnt á sig að handan og haldið fólki að verki. „Það eru skrifaðar um hana greinar og bækur og gerð um hana kvikmynd. Ég hugsaði einmitt þegar við fórum með myndina á kvikmyndahátíð í Prag – nú er Agnes komin með söguna sína til Evrópu, nú hlýtur hún að vera ánægð,“ segir María og bætir við: „En það virðist ekki hafa verið nóg.“ María vísar til leikverks sem hún hefur verið með í þróun þar sem Agnes er ein af aðalpersónunum, bókar Hönnuh Kent, Náðarstund, sem áform hafa verið um að kvikmynda í Hollywood, verk fræðimanna eins og Helgu Kress svo fátt eitt sé nefnt. „Og nú ætlar Lögfræðingafélagið að taka málið upp um helgina. En það er kannski það sem Agnes er búin að vera að bíða eftir í öll þessi ár – réttlát málsmeðferð, við sjáum til hvort hún róast eftir helgi,“ segir María að lokum.Æviferill Agnesar: Fædd 1795 Einstæðingur frá unga aldri og vinnuhjú á bæjum alla tíð Réðist sem ráðskona að Illugastöðum árið 1827. 1828 Natan myrtur (13. mars) 1828 Héraðsdómur fellur (21. júlí) 1929 Dómur Hæstaréttar 25. (júní) 1830 Hálshöggvin/ dáin (12. janúar) Dysjuð hjá réttarstaðnum sama dag. 1834 Jörðuð í vígri mold að Tjörn í Vatnsnesi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Hún hefur ekki notið sannmælis í sögunni,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður og verjandi Agnesar Magnúsdóttur sem réttað verður yfir í gjörningi Lögfræðingafélags Íslands á Hvammstanga seinnipartinn í dag. Agnes var ásamt Friðriki Sigurðssyni hálshöggvin við Þrístapa í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, fyrir morð, brennu og þjófnað. Þetta voru síðustu aftökurnar á Íslandi.Fer ekki fram á sýknu „Ég fer ekki fram á sýknu,“ segir Guðrún Sesselja og vísar til þess að Agnes játaði brotin á sínum tíma. „Mín málsvörn mun byggjast á því að þær hafi sætt gríðarlegu heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans,“ segir Guðrún og bætir við: „Ég vísa til dómafordæma um að það leiði til vægari refsingar þegar fólk hefur búið við langvarandi ofbeldi og nefni auðvitað líka þennan gríðarlega aðstöðumun sem þessar aumu vinnukonur, Agnes og Sigríður, búa við gagnvart þessu allt um lykjandi yfirvaldi.“ Þótt ljóst sé af gögnum málsins að heimilisaðstæður á Illugastöðum hafi verið vægast sagt ömurlegar, voru engin grið gefin við ákvörðun refsingar og gjörningnum í dag er ætlað að leiða í ljós hvernig höndum nútímalöggjöf og -gildismat hefði farið um sakborningana.Guðrún Sesselja Arnardóttir.Væri grunaður kynferðisbrotamaður Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Friðriks, segir að í dag yrði Natan talinn kynferðisbrotamaður. Velta má fyrir sér aðdraganda voðaverkanna á Illugastöðum af lestri málsgagna og greina um atburðinn. „Friðrik minn var hálfgerður kjáni og Sigríður greyið ekki nema 16 ára þegar morðin eru framin. Hún er aðeins 14 ára þegar foreldrar hennar senda hana í sveit til Natans,“ segir Gestur. „Sigríður var látin sofa upp í hjá Natan þegar hann vildi. Í dag væri enginn vafi á því að Natan er kynferðisbrotamaður. Friðrik bað um hönd Sigríðar. Sigríður lætur á sér skilja að hún sé til í það en Natan muni ekki láta hana lausa.“ Gestur telur mögulegt að Friðrik hafi litið á Natan sem ógn. Manninn sem heldur unnustu hans frá honum, neitar að láta hana lausa úr vistarbandi og misnotar hana. „Í dómskjölunum hins vegar er öll áhersla lögð á að þetta hafi verið auðgunarbrot. Þau hafi ætlað að stela frá Natan.“Vonbrigði Agnesar Gestur hefur fleiri kenningar um aðdragandann að voðaverkunum á Illugastöðum. „Það er enginn vandi að sjá fyrir sér að Agnes hafi upplifað að hún gæti aldrei öðlast þá stöðu sem hún sóttist eftir á meðan Natan lifði. Hún gat ekki farið úr vistinni án þess að hann samþykkti það. Hún gerði sér kannski vonir um að eitthvað yrði á milli þeirra þegar hún fór frá Geitaskarði. En hitti þar Sigríði fyrir. Hún áttar sig á því að Natan er hvorki að fara að kvænast henni né Sigríði,“ segir Gestur og bætir við: „Þannig að hafi hún haft drauma um það að öðlast frelsi og sjálfstæði í gegnum dvölina á Illugastöðum þá verða það örugglega mikil vonbrigði fyrir hana.“Heimilisofbeldi undirrótin Guðrún Sesselja leggur meiri áherslu á að langvarandi ofbeldi gegn þeim Agnesi og Sigríði hafi verið undirrótin. Vísar Guðrún meðal annars til þeirra orða sem Agnes játaði að hafa haft yfir líki Natans. En í dómsskjölum segir um það: „Agnes viðkannast að þá Nathan hafi verið dauður hafi hún sagt, að nú væri hann ekki að laspúvera sig til eður neitt af kvenfólki.“ Agnes vísar til þess heimilisofbeldis og skamma sem þær Sigríður máttu stöðugt þola af hendi Natans.Höggstokkur og axarblað vegna aftöku Agnesar á Þjóðminjasafni Íslands.Reiðin breyttist í hatur Agnes hefur lengi verið Maríu Ellingsen leikkonu hugleikin. María lék titilhlutverk kvikmyndarinnar Agnes árið 1995. „Hún stendur uppi í hárinu á honum, reynir að flýja en þar sem vistarbönd eru í gildi á þessum tíma þá neyðist hún til að hunskast aftur heim. Hann niðurlægir hana enn frekar með því að láta hana sofa í útihúsunum. Þá er eins og henni hafi verið stillt upp við vegg. Hún hefur engan sér til varnar. Hvorki fjölskyldu né yfirvöld og tekur þá til sinna ráða. Reiðin breytist í hatur sem mallar lengi og endar með morði,“ segir María.Málsbætur að engu hafðar „Mér fannst ég vera að lesa sögu konu sem ætíð fannst hún vera úti í horni í öllum aðstæðum og aldrei njóta nauðsynlegrar og sjálfsagðrar viðurkenningar,“ segir Erla Bolladóttir, sem drakk í sig allt sem hún komst yfir um Agnesi á meðan hún sat í gæsluvarðhaldi á áttunda áratugnum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Í heimildum um réttarhöldin var hvergi staf að finna sem skoðast hefði mátt sem málsbætur. Til dæmis upplýsingar um aðdragandann sem hefðu jafnvel orðið henni til náðunar. Yfirvöld og almenningur heimtuðu blóð hennar. Ekki lágu fyrir sannanir um morð að yfirlögðu ráði aðrar en játningar,“ segir Erla og bætir við: „Mér fannst við eiga það sameiginlegt að vera kúgaðar af hálfu þeirra sem að okkur stóðu. Natan birtist mér sem tákn um dómsmálayfirvöld. Hann hélt henni í óumflýjanlegri stöðu þar til morð var framið og hún tekin af lífi fyrir. Rannsakendur héldu mér í örvæntingarfullri og óumflýjanlegri stöðu þar til meinsæri var framið og ég tekin af lífi fyrir.“Gestur Jónsson tekur þátt í gjörningnum.Hver var Agnes? Í grein sinni „Dauði Natans“, sem gefin var út 100 árum eftir aftökurnar, heldur Guðbrandur Jónsson prófessor því fram að Agnes og Friðrik hafi verið „fáfróðir og illa upp aldir vesalingar, af þeim enda þjóðfélagsins, sem einskis á úrkostar“. Guðbrandur rökstyður þessa einkunn ekki með öðru en þjóðfélagsstöðu þeirra Agnesar og Friðriks og fer með henni í rauninni gegn þeirri lýsingu á Agnesi sem gefin er í sjálfum málsgögnunum sem hann sjálfur lætur getið. Þar er haft eftir presti að hún sé „hafandi góðar gáfur velkunnandi og skiljandi sinn kristnidóm“. Í fangaskýrslu sýslumanns er hún kölluð „allvel uppalin“. „Vísurnar sem Agnes sendi Rósu eru einhverjar flottustu vísur sem ég hef séð,“ segir Gestur, aðspurður um persónu Agnesar og vísar til sendinga milli Skáld-Rósu og Agnesar, sem hafa öðru fremur verið taldar vísbending um ást þeirra beggja til Natans og afbrýðisemi hvorrar í annarrar garð. „Þetta er náttúrulega örugglega mjög sorglegt líf þar sem kona með svona mikla hæfileika og góða greind nær ekki að njóta þeirra í sínu lífi,“ segir Gestur og bendir á, eins og málsgögnin sýna, að hún var fluglæs, talin greind við fermingu og að auki þannig skrifandi að hún var að skrifa bréf fyrir aðra. „Það er enginn vafi á að hún væri í A-bekknum, hefði hún verið sett í getuskiptan skóla, ekki spurning,“ segir Gestur.Skáld-Rósa og Agnes kveðast á í júní 1828:Sending Skáld-Rósu til AgnesarUndrast þarftu ei, baugabrú,þótt beiskrar kenni pínu:Hefir burtu hrifsað þúhelft af lífi mínu. Svar Agnesar til Rósu Er mín klára ósk til þín,angurstárum bundin:Ýfðu ei sárin sollnu mín,sólarbáru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð,seka Drottinn náðar,af því Jesú fyrir verðokkur keypti báðar.Baráttukonan Agnes „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk fann ég að hún var með einhvern ógnarsterkan baráttuvilja og stolt og neitaði að láta þagga niður í sér,“ segir María Ellingsen og bætir við: „En merkilegast þykir mér að Agnes gefur sig ekki heldur eftir að hún er dáin.“ María vísar til þess að Agnes hafi stöðugt minnt á sig að handan og haldið fólki að verki. „Það eru skrifaðar um hana greinar og bækur og gerð um hana kvikmynd. Ég hugsaði einmitt þegar við fórum með myndina á kvikmyndahátíð í Prag – nú er Agnes komin með söguna sína til Evrópu, nú hlýtur hún að vera ánægð,“ segir María og bætir við: „En það virðist ekki hafa verið nóg.“ María vísar til leikverks sem hún hefur verið með í þróun þar sem Agnes er ein af aðalpersónunum, bókar Hönnuh Kent, Náðarstund, sem áform hafa verið um að kvikmynda í Hollywood, verk fræðimanna eins og Helgu Kress svo fátt eitt sé nefnt. „Og nú ætlar Lögfræðingafélagið að taka málið upp um helgina. En það er kannski það sem Agnes er búin að vera að bíða eftir í öll þessi ár – réttlát málsmeðferð, við sjáum til hvort hún róast eftir helgi,“ segir María að lokum.Æviferill Agnesar: Fædd 1795 Einstæðingur frá unga aldri og vinnuhjú á bæjum alla tíð Réðist sem ráðskona að Illugastöðum árið 1827. 1828 Natan myrtur (13. mars) 1828 Héraðsdómur fellur (21. júlí) 1929 Dómur Hæstaréttar 25. (júní) 1830 Hálshöggvin/ dáin (12. janúar) Dysjuð hjá réttarstaðnum sama dag. 1834 Jörðuð í vígri mold að Tjörn í Vatnsnesi
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira