Kante reyndist hetjan á gamla heimavellinum 9. september 2017 16:00 Álvaro Morata hefur farið vel af stað með Chelsea. vísir/getty NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð. Spænski framherjinn Alvaro Morata kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks en Kante bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester stuttu síðar en lengra komust heimamenn ekki. Var þetta þriðji sigur Chelsea í röð eftir sigur í fyrstu umferð en Leicester hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins eftir að hafa mætt Manchester United, Arsenal og Chelsea. Enski boltinn
NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð. Spænski framherjinn Alvaro Morata kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks en Kante bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester stuttu síðar en lengra komust heimamenn ekki. Var þetta þriðji sigur Chelsea í röð eftir sigur í fyrstu umferð en Leicester hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins eftir að hafa mætt Manchester United, Arsenal og Chelsea.