Innlent

Bæjarstjórinn biðjist afsökunar á ummælum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Fulltrúar veiðiréttarhafa og fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna krefja bæjarstjórn Ísafjarðar um afsökunarbeiðni vegna ummæla Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjar­stjóra Ísafjarðarbæjar, á bæjarstjórnarfundi hinn 24. ágúst.

Segja þeir að í ummælum bæjarstjórans hafi falist gróf og ósönn ásökun um að fulltrúi veiðiréttarhafa og fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna hafi sýnt af sér óheilindi og óheiðarleika í störfum sínum. 

Gísli Halldór Halldórsson
Vísað er sérstaklega til þeirra fullyrðinga bæjarstjóra að framangreindir fulltrúar hafi „plottað“ og „haft hrossakaup“ sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að ekki yrði leyft sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi og laxeldisfyrirtæki fulltrúa Landssambands fiskeldisstöðva nytu góðs af meintum hrossakaupum.

Segja fulltrúarnir í nefndinni að ef ekki verði orðið við framangreindri kröfu um afsökunarbeiðni áskilji undirritaðir sér rétt til að fá ósönn ummæli bæjarstjóra ómerkt „með öðrum þeim úrræðum sem tiltæk eru“ eins og það er orðað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×