Litríkt í bland við retró 7. september 2017 13:00 Hrönn á gleraugu fyrir ýmis tækifæri. Þessi fékk hún í Linsunni. Fötin eru keypt í erlendum búðum sem selja notuð föt. Vísir/Eyþór Hrönn Traustadóttir hefur síðustu 19 árin kennt hönnun við Tækniskólann og var um tíma stjórnandi hönnunarsviðs þegar skólinn hét Iðnskólinn í Reykjavík. Hún lærði listasögu í Heidelberg eftir stúdentspróf frá MH og hélt þaðan til Mílanó að læra fatahönnun þar sem hún sérhæfði sig í trendhönnun. „Ég hef alla tíð haft áhuga á tísku og hönnun og hef það líklega í genunum. Mamma, Fríður Ólafsdóttir, var ein af fyrstu fatahönnuðunum hér á landi og amma Hrefna var mikil handverks- og listakona í textíl og málun. Ég spái þó ekki eins mikið í nýjustu tísku og áður fyrr, þ.e.a.s. ég skoða minna af tískublöðum og tískubloggum en hugsa þeim mun meira um hvernig fatnaður passar við lífsstíl minn og útlit. Það sama gildir fyrir aðra meðlimi fjölskyldunnar þegar ég finn föt á þá,“ segir Hrönn sem á tvö börn, Kristófer og Hörpu, auk þriggja stjúpbarna sem fylgdu eiginmanninum, Tómasi Jónssyni.Gleraugun eru frá Sjáðu og merkið heitir Caroline Abram.Vísir/EyþórSkraut og retró Þegar Hrönn er spurð hvernig hún myndi lýsa sínum eigin fatastíl segir hún hann vera litaglaðan, retró og með dass af blingi sem hún hefur alltaf elskað. En skipta litir máli þegar kemur að tísku? „Já, mjög miklu. Flíkur og snið geta t.d. virst öðruvísi og notið sín betur ef réttur litur er valinn í hönnuninni. Litir endurspegla líka tíðaranda og ef maður skoðar söguna aftur í tímann sér maður vel frá hvaða tímabili viðkomandi fatnaður og hlutir eru. Ég trúi því einnig að litir skipti máli fyrir líðan okkar sjálfra og finn það vel á sjálfri mér,“ segir Hrönn en hún hefur einmitt staðið fyrir námskeiðum í litatækni. Hrönn segist hafa gengið í gegnum mörg litatímabil þegar hún er innt eftir því hvaða litur sé í mestu uppáhaldi hjá henni. „Einu sinni var allt fjólublátt hjá mér, meira að segja brúðarkjóllinn minn. Síðustu árin hafa bláir, blágrænir og túrkís verið mest ráðandi, bæði í fötum, skrautmunum og innanhússhönnun hjá mér. Allir þessir litir eru mjög róandi og gefa mér orku.“Haust- og vetrarlitirnir verða jarð-, krydd-, berja- og neutral-litir, að sögn Hrannar. „Ég hef tekið eftir að meira að segja nýir bílar eru í beige, brúnum og bronslitum tónum í staðinn fyrir gráu og silfurlitu tónana sem hafa verið næstum allsráðandi í langan tíma.“ Finnur fjársjóði Frá unga aldri hefur Hrönn haft gaman af því að klæða sig upp á, eða alveg frá því hún man eftir sér. „Ég var svo heppin að amma Gróa átti marga glæsilega síðkjóla, alla liti af skóm, þar á meðal gull og silfur, auk þess veski, hanska, slæður og dýrindis skart í fallegu skartgripaskríni og ég fékk að prófa þetta allt.“ En hvar kaupir hún helst fötin sín og hvaða verslun er í uppáhaldi? „Við hjónin eigum sameiginlegt áhugamál og það er að fara í verslanir sem selja notuð föt. Í hverri einustu utanlandsferð förum við á búðaráp að skoða hvað slíkar búðir hafa í boði. Hérna heima förum við einnig í endurnýtingarverslanir eins og í Rauða krossinn, sem reyndar er ekki eins spennandi eftir að hann var poppaður upp.“ Engin ein flík er í mestu uppáhaldi hjá Hrönn heldur er hún oftast mest spennt fyrir þeim flíkum sem hún er tiltölulega nýbúin að kaupa sér. „Það er nýjungagirnin. Ekki er verra þegar flíkin hefur verið á góðu verði því þá finnst mér ég hafa fundið fjársjóð.“Hrönn hefur gengið í gegnum mörg litatímabil og heldur núna mest upp á bláan, blágrænan og túrkíslit. Guðlaug Harpa Hermannsdóttir farðaði Hrönn fyrir myndatökuna og Helga Bjartmars sá um hárið.Vísir/EyþórHvað varðar uppáhaldshönnuði segist Hrönn eiga nokkra. „Ég hef alltaf verið hrifin af framúrstefnuhönnuðunum Rei Kawakubo, Martin Margela og Dries van Note en sú sem ég hef líklega verið hvað lengst hrifin af er Alberta Ferretti. Svo finnst mér hún Iris Apfel alveg stórkostleg og mjög áhugaverð kona.“ En er einhver flík sem allir verða að eiga fyrir haustið? „Ég segi nú bara fyrir mig að ég verð að hafa þennan klassíska „little black dress“, eða sem sagt einfaldan, svartan kjól sem bæði er hægt að poppa upp með skarti og háum hælum eða klæða niður með sjali og stígvélum.“ Fylgjast má með Hrönn á Instagram undir nafninu Hrannsa.Glimmerskórnir eru sérpantaði frá Þýskalandi.MYND/EYÞÓR Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hrönn Traustadóttir hefur síðustu 19 árin kennt hönnun við Tækniskólann og var um tíma stjórnandi hönnunarsviðs þegar skólinn hét Iðnskólinn í Reykjavík. Hún lærði listasögu í Heidelberg eftir stúdentspróf frá MH og hélt þaðan til Mílanó að læra fatahönnun þar sem hún sérhæfði sig í trendhönnun. „Ég hef alla tíð haft áhuga á tísku og hönnun og hef það líklega í genunum. Mamma, Fríður Ólafsdóttir, var ein af fyrstu fatahönnuðunum hér á landi og amma Hrefna var mikil handverks- og listakona í textíl og málun. Ég spái þó ekki eins mikið í nýjustu tísku og áður fyrr, þ.e.a.s. ég skoða minna af tískublöðum og tískubloggum en hugsa þeim mun meira um hvernig fatnaður passar við lífsstíl minn og útlit. Það sama gildir fyrir aðra meðlimi fjölskyldunnar þegar ég finn föt á þá,“ segir Hrönn sem á tvö börn, Kristófer og Hörpu, auk þriggja stjúpbarna sem fylgdu eiginmanninum, Tómasi Jónssyni.Gleraugun eru frá Sjáðu og merkið heitir Caroline Abram.Vísir/EyþórSkraut og retró Þegar Hrönn er spurð hvernig hún myndi lýsa sínum eigin fatastíl segir hún hann vera litaglaðan, retró og með dass af blingi sem hún hefur alltaf elskað. En skipta litir máli þegar kemur að tísku? „Já, mjög miklu. Flíkur og snið geta t.d. virst öðruvísi og notið sín betur ef réttur litur er valinn í hönnuninni. Litir endurspegla líka tíðaranda og ef maður skoðar söguna aftur í tímann sér maður vel frá hvaða tímabili viðkomandi fatnaður og hlutir eru. Ég trúi því einnig að litir skipti máli fyrir líðan okkar sjálfra og finn það vel á sjálfri mér,“ segir Hrönn en hún hefur einmitt staðið fyrir námskeiðum í litatækni. Hrönn segist hafa gengið í gegnum mörg litatímabil þegar hún er innt eftir því hvaða litur sé í mestu uppáhaldi hjá henni. „Einu sinni var allt fjólublátt hjá mér, meira að segja brúðarkjóllinn minn. Síðustu árin hafa bláir, blágrænir og túrkís verið mest ráðandi, bæði í fötum, skrautmunum og innanhússhönnun hjá mér. Allir þessir litir eru mjög róandi og gefa mér orku.“Haust- og vetrarlitirnir verða jarð-, krydd-, berja- og neutral-litir, að sögn Hrannar. „Ég hef tekið eftir að meira að segja nýir bílar eru í beige, brúnum og bronslitum tónum í staðinn fyrir gráu og silfurlitu tónana sem hafa verið næstum allsráðandi í langan tíma.“ Finnur fjársjóði Frá unga aldri hefur Hrönn haft gaman af því að klæða sig upp á, eða alveg frá því hún man eftir sér. „Ég var svo heppin að amma Gróa átti marga glæsilega síðkjóla, alla liti af skóm, þar á meðal gull og silfur, auk þess veski, hanska, slæður og dýrindis skart í fallegu skartgripaskríni og ég fékk að prófa þetta allt.“ En hvar kaupir hún helst fötin sín og hvaða verslun er í uppáhaldi? „Við hjónin eigum sameiginlegt áhugamál og það er að fara í verslanir sem selja notuð föt. Í hverri einustu utanlandsferð förum við á búðaráp að skoða hvað slíkar búðir hafa í boði. Hérna heima förum við einnig í endurnýtingarverslanir eins og í Rauða krossinn, sem reyndar er ekki eins spennandi eftir að hann var poppaður upp.“ Engin ein flík er í mestu uppáhaldi hjá Hrönn heldur er hún oftast mest spennt fyrir þeim flíkum sem hún er tiltölulega nýbúin að kaupa sér. „Það er nýjungagirnin. Ekki er verra þegar flíkin hefur verið á góðu verði því þá finnst mér ég hafa fundið fjársjóð.“Hrönn hefur gengið í gegnum mörg litatímabil og heldur núna mest upp á bláan, blágrænan og túrkíslit. Guðlaug Harpa Hermannsdóttir farðaði Hrönn fyrir myndatökuna og Helga Bjartmars sá um hárið.Vísir/EyþórHvað varðar uppáhaldshönnuði segist Hrönn eiga nokkra. „Ég hef alltaf verið hrifin af framúrstefnuhönnuðunum Rei Kawakubo, Martin Margela og Dries van Note en sú sem ég hef líklega verið hvað lengst hrifin af er Alberta Ferretti. Svo finnst mér hún Iris Apfel alveg stórkostleg og mjög áhugaverð kona.“ En er einhver flík sem allir verða að eiga fyrir haustið? „Ég segi nú bara fyrir mig að ég verð að hafa þennan klassíska „little black dress“, eða sem sagt einfaldan, svartan kjól sem bæði er hægt að poppa upp með skarti og háum hælum eða klæða niður með sjali og stígvélum.“ Fylgjast má með Hrönn á Instagram undir nafninu Hrannsa.Glimmerskórnir eru sérpantaði frá Þýskalandi.MYND/EYÞÓR
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira