Hugsanlegir kaupendur skoða álverið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2017 06:00 Frá álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Mögulegir kaupendur að álveri Rio Tinto Alcan (RTA) í Straumsvík munu skoða verksmiðjuna á næstu vikum og mögulega strax í næstu viku. Gott hljóð í garð sölunnar er í flestum strokkum. Rannveig Rist, forstjóri álversins, tilkynnti á starfsmannafundi í gær að RTA stefndi að því að selja verksmiðju félagsins hér á landi. Verði ekki af sölunni segist fyrirtækið ætla að halda áfram rekstri þess. „Ég hef ekki fengið margar fyrirspurnir um framhaldið og fólk sem ég hef rætt við er ekki uggandi yfir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Eyþór Árnason, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins. „Ég fór fram á það að framhaldið yrði gegnsætt og við fengjum að vita hvaða samsteypur væru mögulega að koma inn í ferlið. Það var samþykkt á fundinum,“ segir Eyþór. Hann bætir því við að viðbúið sé að söluferlið taki allt að tvö ár en þó sé von á mögulegum kaupendum strax á næstu vikum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta gangi ljúft áfram þó að það komi aðrir rekstraraðilar að verksmiðjunni,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar. Af um 400 starfsmönnum álversins eru rúmlega 300 í Hlíf. „Ég átti samtal við forstjóra Rio Tinto strax að loknum starfsmannafundinum. Hún fullvissaði mig um að þetta væri í eðlilegu ferli og yrði rekið áfram ef ekki yrði af sölu. Á þessu stigi höfum við því engar áhyggjur af stöðu mála,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Afkoma fyrirtækisins hefur verið slök síðustu ár en Rannveig Rist segir það ekki helstu ástæðu sölunnar. Hún segir sérstöðu álversins mikla og hefur ekki áhyggjur af eftirspurn. 6. september 2017 18:30 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Mögulegir kaupendur að álveri Rio Tinto Alcan (RTA) í Straumsvík munu skoða verksmiðjuna á næstu vikum og mögulega strax í næstu viku. Gott hljóð í garð sölunnar er í flestum strokkum. Rannveig Rist, forstjóri álversins, tilkynnti á starfsmannafundi í gær að RTA stefndi að því að selja verksmiðju félagsins hér á landi. Verði ekki af sölunni segist fyrirtækið ætla að halda áfram rekstri þess. „Ég hef ekki fengið margar fyrirspurnir um framhaldið og fólk sem ég hef rætt við er ekki uggandi yfir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Eyþór Árnason, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins. „Ég fór fram á það að framhaldið yrði gegnsætt og við fengjum að vita hvaða samsteypur væru mögulega að koma inn í ferlið. Það var samþykkt á fundinum,“ segir Eyþór. Hann bætir því við að viðbúið sé að söluferlið taki allt að tvö ár en þó sé von á mögulegum kaupendum strax á næstu vikum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta gangi ljúft áfram þó að það komi aðrir rekstraraðilar að verksmiðjunni,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar. Af um 400 starfsmönnum álversins eru rúmlega 300 í Hlíf. „Ég átti samtal við forstjóra Rio Tinto strax að loknum starfsmannafundinum. Hún fullvissaði mig um að þetta væri í eðlilegu ferli og yrði rekið áfram ef ekki yrði af sölu. Á þessu stigi höfum við því engar áhyggjur af stöðu mála,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Afkoma fyrirtækisins hefur verið slök síðustu ár en Rannveig Rist segir það ekki helstu ástæðu sölunnar. Hún segir sérstöðu álversins mikla og hefur ekki áhyggjur af eftirspurn. 6. september 2017 18:30 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Afkoma fyrirtækisins hefur verið slök síðustu ár en Rannveig Rist segir það ekki helstu ástæðu sölunnar. Hún segir sérstöðu álversins mikla og hefur ekki áhyggjur af eftirspurn. 6. september 2017 18:30