Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Arnar Björnsson skrifar 6. september 2017 13:47 Luka Doncic í leiknum í dag Vísir/getty Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira