Nýr Audi A8 með 23 hátalara og 1.920 wött Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 15:30 Nýr Audi A8 er ekki dónalegur útlits og sannkölluð lúxuskerra. Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent
Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent