Great Wall vill kaupa Fiat Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 12:18 Mun Fiat Chrysler nota áhuga Great Wall til að draga aðra evrópska bílaframleiðendur að samningaborðinu um sameiningu? Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur lýst yfir vilja til kaupa á FCA Fiat Chrysler, eða hluta þess. Mestur áhugi er þó hjá Great Wall að komast yfir Jeep, sem er eitt merkja FCA Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við annan stóran bílaframleiðanda og hefur þá skoðun að stærðarhagkvæmni samruna tveggja stórra bílaframleiðenda myndi tryggja frtamtíð þeirra betur. Great Wall er stærsti framleiðandi jepplinga og jeppa í Kína og framleiddi 1,07 milljón bíla í fyrra, en þó aðeins sjöundi stærsti bílaframleiðandi í Kína. Forstjóri Great Wall er kona að nafni Wang Fengying og hefur hún lýst miklum áhuga Great Wall á kaupum á Fiat Chrysler í fjölmiðlum, án þess þó að hafa lýst þeim áhuga beint við stjórnendur Fiat Chrysler. Talið er líklegt að Great Wall muni leggja fram tilboð í Fiat Chrysler og hefur Wang sagst ætla að nálgast stjórnendur Fiat Chrysler með kaup í huga. Yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki Slík kaup yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki, en til dæmis á Geely sænska framleiðandann Volvo. Great Wall þyrfti þó að steypa sér í heilmiklar skuldir með kaupum á Fiat Chrysler. Fátt hefur enn heyrst úr höfuðstöðvum Fiat Chrysler um áhuga Great Wall. Evrópskir bankastjórnendur telja að þá aðeins komi til greina hjá Fiat Chrysler að selja ef Great Wall greiðir fyrir með reiðufé, en ekki hlutabréfum í eigin fyrirtæki og að allt fyrirtækið sé keypt. Var þó haft eftir einum virtum bankastjóranda að Fiat Chrysler myndi nýta sér þennan áhuga Great Wall til að draga stjórnendur annarra stórra evrópskra bílaframleiðenda að borðinu til að ræða hugsanlegan samruna. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall hefur lýst yfir vilja til kaupa á FCA Fiat Chrysler, eða hluta þess. Mestur áhugi er þó hjá Great Wall að komast yfir Jeep, sem er eitt merkja FCA Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við annan stóran bílaframleiðanda og hefur þá skoðun að stærðarhagkvæmni samruna tveggja stórra bílaframleiðenda myndi tryggja frtamtíð þeirra betur. Great Wall er stærsti framleiðandi jepplinga og jeppa í Kína og framleiddi 1,07 milljón bíla í fyrra, en þó aðeins sjöundi stærsti bílaframleiðandi í Kína. Forstjóri Great Wall er kona að nafni Wang Fengying og hefur hún lýst miklum áhuga Great Wall á kaupum á Fiat Chrysler í fjölmiðlum, án þess þó að hafa lýst þeim áhuga beint við stjórnendur Fiat Chrysler. Talið er líklegt að Great Wall muni leggja fram tilboð í Fiat Chrysler og hefur Wang sagst ætla að nálgast stjórnendur Fiat Chrysler með kaup í huga. Yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki Slík kaup yrðu ekki fyrstu kaup kínverja á þekktu bílamerki, en til dæmis á Geely sænska framleiðandann Volvo. Great Wall þyrfti þó að steypa sér í heilmiklar skuldir með kaupum á Fiat Chrysler. Fátt hefur enn heyrst úr höfuðstöðvum Fiat Chrysler um áhuga Great Wall. Evrópskir bankastjórnendur telja að þá aðeins komi til greina hjá Fiat Chrysler að selja ef Great Wall greiðir fyrir með reiðufé, en ekki hlutabréfum í eigin fyrirtæki og að allt fyrirtækið sé keypt. Var þó haft eftir einum virtum bankastjóranda að Fiat Chrysler myndi nýta sér þennan áhuga Great Wall til að draga stjórnendur annarra stórra evrópskra bílaframleiðenda að borðinu til að ræða hugsanlegan samruna.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent