Verðmæti og árangur í NBA Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. september 2017 07:00 Skilar bættur árangur meiri tekjumöguleikum? Eða er kannski líklegra að þau lið sem bestan árangur sýna fjárhagslega standi sig þar af leiðandi betur á vellinum? Hvort sem eggið eða hænan kemur á undan er jákvætt samband á milli árangurs og aukningar í verðmæti liðanna í bandarísku NBA deildinni.Meistararnir í sérflokki Tímaritið Forbes áætlar árlega verðmæti NBA liðanna 30. Undanfarinn áratug hefur virði félaganna aukist að meðaltali um 282% en gæðunum hefur þó verið talsvert misskipt. Vegna efnahagsástandsins í Detroit þarf ekki að koma á óvart að Pistons rekur lestina (110% vöxtur) á meðan langmestur uppgangur hefur verið hjá meisturum Golden State Warriors (874%).Ólík staða New York Knicks og San Antonio Ef við berum þennan vöxt saman við vinningshlutfall í deildarkeppninni á sama tímabili kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Almennt virðast þessar tvær breytur haldast í hendur, en áberandi undantekningar er þó að finna. Hvers vegna ætli lærisveinar Gregg Popovich í San Antonio Spurs (70% sigurhlutfall, 201% aukning í verðmæti) hafi náð mun betri árangri en fjármálin gefa tilefni til að áætla á meðan New York liðin Knicks (41% og 457%) og Nets (37% og 454%) hafa staðið sig svo áberandi illa? Þrátt fyrir að San Antonio borg hafi vaxið hraðast allra stórborga Bandaríkjanna á fyrsta áratug aldarinnar jókst áætlað verðmæti stuðningsmanna í New York þrefalt meira. Sömu sögu er að segja af verðmæti vörumerkja Nets og Knicks, sem vaxið hafa fimmfalt á meðan Spurs hafa tæplega þrefaldast.Jöfnuðurinn dugar ekki til Launaþak NBA-deildarinnar og fyrirkomulag nýliðavalsins eiga að tryggja sem jafnasta möguleika og eru liður í samtryggingu eigenda liðanna 30, sem í sameiningu eiga deildina. Ekki er um neina Meistaradeildarpeninga að ræða eins og í fótboltanum og enginn beinn fjárhagslegur ávinningur fylgir árangri í deildarkeppni. Samt sem áður virðist sem árangur innan vallar og utan haldist að einhverju leyti í hendur og sennilega má leita einföldustu skýringar í því að fleiri vilji styðja lið sem vel gengur, nema San Antonio.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skilar bættur árangur meiri tekjumöguleikum? Eða er kannski líklegra að þau lið sem bestan árangur sýna fjárhagslega standi sig þar af leiðandi betur á vellinum? Hvort sem eggið eða hænan kemur á undan er jákvætt samband á milli árangurs og aukningar í verðmæti liðanna í bandarísku NBA deildinni.Meistararnir í sérflokki Tímaritið Forbes áætlar árlega verðmæti NBA liðanna 30. Undanfarinn áratug hefur virði félaganna aukist að meðaltali um 282% en gæðunum hefur þó verið talsvert misskipt. Vegna efnahagsástandsins í Detroit þarf ekki að koma á óvart að Pistons rekur lestina (110% vöxtur) á meðan langmestur uppgangur hefur verið hjá meisturum Golden State Warriors (874%).Ólík staða New York Knicks og San Antonio Ef við berum þennan vöxt saman við vinningshlutfall í deildarkeppninni á sama tímabili kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Almennt virðast þessar tvær breytur haldast í hendur, en áberandi undantekningar er þó að finna. Hvers vegna ætli lærisveinar Gregg Popovich í San Antonio Spurs (70% sigurhlutfall, 201% aukning í verðmæti) hafi náð mun betri árangri en fjármálin gefa tilefni til að áætla á meðan New York liðin Knicks (41% og 457%) og Nets (37% og 454%) hafa staðið sig svo áberandi illa? Þrátt fyrir að San Antonio borg hafi vaxið hraðast allra stórborga Bandaríkjanna á fyrsta áratug aldarinnar jókst áætlað verðmæti stuðningsmanna í New York þrefalt meira. Sömu sögu er að segja af verðmæti vörumerkja Nets og Knicks, sem vaxið hafa fimmfalt á meðan Spurs hafa tæplega þrefaldast.Jöfnuðurinn dugar ekki til Launaþak NBA-deildarinnar og fyrirkomulag nýliðavalsins eiga að tryggja sem jafnasta möguleika og eru liður í samtryggingu eigenda liðanna 30, sem í sameiningu eiga deildina. Ekki er um neina Meistaradeildarpeninga að ræða eins og í fótboltanum og enginn beinn fjárhagslegur ávinningur fylgir árangri í deildarkeppni. Samt sem áður virðist sem árangur innan vallar og utan haldist að einhverju leyti í hendur og sennilega má leita einföldustu skýringar í því að fleiri vilji styðja lið sem vel gengur, nema San Antonio.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun