Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er hinn óánægðasti með boð útvaldra í lax. vísir/stefán „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
„Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Að ríkisfyrirtæki bjóði útvöldum í laxveiðiferðir er eitthvað sem átti að sökkva með hruninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um laxveiðiboðsferð Íslandsbanka sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ekkert í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki bannar boðsferðir. Formaður VR segir að ef stjórnendur bankanna geti ekki stýrt fyrirtækjunum í takt við það siðferði sem almenningur kallar eftir, beri að skipta þeim út. „Af því sem við heyrum innan úr fjármálakerfinu þá er spenna í gangi, kaupréttir, launaskrið og annað sem við eigum ekki að láta bjóða okkur. Að horfa upp á þetta enn eina ferðina sigla í sama farið. Sérstaklega ekki hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings.“ Þrátt fyrir að vera að fullu í eigu ríkisins, er Íslandsbanki undanþeginn upplýsingaskyldu og ber því ekki að upplýsa hverjum var boðið í umrædda laxveiðiferð né hver kostnaðurinn var. Ragnar furðar sig á því. „Þeim á að vera skylt að upplýsa tafarlaust hverjum var boðið og á hvaða forsendum.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að ekkert sé að finna um boðsferðir í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem taki fyrir þær. Bendir hann á að stefnan sé undirbúin í fjármálaráðuneytinu. Ekkert þar banni fyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum í veiði. „Dagleg stjórnun bankans er á forræði bankastjóra og yfirstjórn er í höndum stjórnar bankans. Það er ekkert um þetta í eigendastefnunni og þetta er ekki eitthvað sem tekið verður fyrir á hluthafafundi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. 4. september 2017 06:00