Dularfulla sprengingin Stefán Pálsson skrifar 3. september 2017 10:00 Í sumar komst eyjan Gúam í Kyrrahafi óvænt í heimsfréttirnar þegar hún dróst inn í deilur stjórnvalda í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu. Gúam, sem lýtur bandarískri stjórn, hefur að geyma mikilvæga herstöð auk þess sem stjórnendur Norður-Kóreu mátu það svo að eldflaugar þeirra gætu drifið alla leið til Gúam. Yfirráð Bandaríkjanna á Gúam má rekja til stríðs Spánar og Bandaríkjanna, sem stóð í tíu vikur árið 1898 og lauk með fullnaðarsigri þeirra síðarnefndu. Við ósigurinn misstu Spánverjar völd sín á Filippseyjum, Kúbu og nokkrum eyjum í Kyrrahafi og Karíbahafi. Áhrif stríðsins á mannkynssöguna urðu þó enn afdrifaríkari. Einn atburður er öðrum fremur talinn hafa verið kveikjan að styrjöldinni. Það var mannskæð sprenging í bandaríska herskipinu Maine í höfninni í Havana þann fimmtánda febrúar árið 1898. Margt er þó á huldu um hvað gerðist í raun í höfninni þennan örlagaríka dag og væntanlega fást ekki við því óyggjandi svör úr þessu. Herskipið USS Maine átti upphaflega að verða öflugasta vígtól bandaríska flotans. Bandaríkin stóðu langt að baki stórþjóðum Evrópu á sviði vígbúnaðar á höfunum og höfðu í raun lítinn áhuga sýnt á að keppa við þær. Árið 1883 komu Brasilíumenn sér hins vegar upp voldugu herskipi, Riachuelo, sem taldist það kröftugasta í Nýja heiminum. Það þótti valdhöfum í Washington óþolandi tilhugsun og ákveðið var að ráðast í gerð tveggja risaherskipa. Hönnun og smíði skipanna tók miklu lengri tíma en ráð var fyrir gert, á sama tíma og þróun í herskipatækni var gríðarlega ör. Niðurstaðan varð sú að þegar Maine var loks hleypt af stokkunum árið 1895 var það í raun þegar orðið úrelt og reyndist erfitt að finna því hentugt hlutverk í flotanum. Í ársbyrjun 1898 fengu stjórnendur herskipsins fyrirmæli um að sigla til Havana á Kúbu og bíða þar átekta. Að nafninu til var um kurteisisheimsókn að ræða, en engum duldist að alvarlegri ástæður lágu að baki.Vaxandi spenna Á Kúbu ríkti stríðsástand, þar sem heimamenn höfðu eina ferðina enn risið upp gegn spænskum yfirráðum. Í fyrri uppreisnum höfðu Bandaríkjamenn leynt og ljóst dregið taum sjálfstæðissinna, enda yfirlýst stefna þeirra að draga sem mest úr áhrifum gömlu evrópsku nýlenduveldanna í Rómönsku Ameríku. Árið 1873 hafði raunar mátt litlu muna að atburðir á Kúbu leiddu til stríðs milli Bandaríkjanna og Spánar. Þá höfðu Spánverjar stöðvað bandaríska skipið Virginius, sem leigt hafði verið til að flytja kúbönskum uppreisnarmönnum vopn og vistir. Spánverjar drógu skipverja í skyndi fyrir herrétt, dæmdu þá fyrir sjórán og tóku nokkra tugi þeirra tafarlaust af lífi og svívirtu líkin. Í hópnum voru fjölmargir Bandaríkjamenn og ollu atburðirnir gríðarlegri reiði þar í landi. Að lokum náðust þó samningar um ríflegar bætur til fjölskyldna hinna látnu. Hrottaskapur Spánverja í Virginiusar-málinu sat í mörgum og bandarísk dagblöð sögðu margar safaríkar en misáreiðanlegar fréttir af grimmdarverkum þeirra á Kúbu. Ýmsir bandarískir borgarar áttu líka hagsmuna að gæta í borgarastríðinu og töldu margir að með endalokum spænsku landstjórnarinnar myndu opnast mikil tækifæri til fjárfestinga og jafnvel bandarískra yfirráða í landinu. Æðsti sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar á Kúbu kallaði eftir að Maine yrði sent til Havana, ef átök borgarastríðsins leiddu til þess að koma þyrfti bandarískum ríkisborgurum til bjargar. En koma skipsins sendi líka skilaboð í allar áttir. Hana mátti túlka sem áminningu til Spánverja um að Bandaríkin teldu Kúbu til áhrifasvæðis síns og skilaboð til annarra Evrópuríkja um að reyna ekki að blanda sér í leikinn. Hafa Bandaríkin og önnur stórveldi leikið þennan sama leik ótal oft í gegnum tíðina og minnt á styrk sinn með því að senda herskip í „kurteisisheimsóknir“ til landa þar sem stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Eftir þriggja vikna tíðindalausa dvöl í höfninni í Havana riðu ósköpin yfir. Um miðja nótt varð gríðarleg sprenging sem tætti fremri hluta herskipsins í sundur og afgangurinn sökk á skömmum tíma. Sprengiefnageymslur skipsins voru í framhlutanum sem og svefnrými óbreyttu sjóliðanna. Þeir voru flestir í fastasvefni og fórust því 260 manns en rétt um 90 komust lífs af.Stríð brýst út Hvernig stóð á þessum skelfilega atburði? Og var sprengingin af mannavöldum? Bandarísku dagblöðin voru ekki lengi að sannfærast um að sprengja eða tundurdufl hefði grandað skipinu og skelltu skuldinni á Spánverja. Spænsk yfirvöld hefðu sprengt Maine í loft upp að yfirlögðu ráði. Sá möguleiki var þó einnig viðraður að spænskt tundurdufl hefði fyrir slysni rekið í átt að skipinu og sprungið. Það kæmi þó í sama stað niður, þar sem Spánverjum hefði borið að tryggja öryggi skipsins í höfninni og bæru þeir því ábyrgð á atvikinu. Stríð selja dagblöð og stóru blaðarisarnir nýttu sér atburðina í Havana út í ystu æsar og var málarinn kunni, Frederick Remington, sendur til Kúbu til að teikna dramatískar fréttamyndir. Í hverri ritstjórnargreininni á eftir annarri var kallað eftir hefndum: að Bandaríkjastjórn refsaði Spánverjum grimmilega. Bandaríkjastjórn lét ekki segja sér þetta tvisvar og undir lok apríl var Spánverjum sagt stríð á hendur. Í ræðu McKinleys forseta, þar sem Spánarstjórn voru settir úrslitakostir, var ekki vikið sérstaklega að sprengingunni í Maine, en í hugum flestra var hún kornið sem fyllti mælinn. Bandaríski flotinn lét í skyndingu fara fram rannsókn á atburðunum í höfninni í Havana og voru rannsakendur fljótir að komast að þeirri niðurstöðu að utanaðkomandi sprengja hefði grandað skipinu. Rúmum áratug síðar, þegar skipsflakið var flutt úr höfninni og sökkt á opnu hafi, var önnur rannsóknarnefnd skipuð sem komst að svipuðum niðurstöðum. Ýmsir hafa þó dregið þá túlkun í efa. Nokkrar ítarlegar rannsóknir hafa farið fram í seinni tíð með hjálp nýrrar tækni. Niðurstöður þeirra hafa verið misvísandi. Sumir rannsóknaraðilar hallast að utanaðkomandi sprengju, en aðrir benda á að kyndiklefi skipsins hafi verið við hliðina á sprengiefnageymslunni. Lítið hefði þurft til að eldur í kolageymslunni bærist yfir í sprengiefnið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Raunar hafði það gerst nokkrum sinnum á þessum árum að eldur kæmi upp í eldsneytisgeymslum herskipa, en stjórnendur flotans hafi lítið viljað ræða slík atvik af ótta við að beina athyglinni að eigin mistökum og slæmri hönnun.Hver hagnaðist? Hafi sprengingin verið af mannavöldum er alls ekki ljóst hver þar hefði átt að vera að verki. Þótt skuldinni væri skellt á Spánverja er erfitt að sjá hver tilgangurinn ætti að vera. Spánverjar vildu síst af öllu gefa Bandaríkjamönnum átyllu til að blanda sér í stríðið með beinum hætti. Engar heimildir í spænskum skjalasöfnum benda til að ákvörðunin hafi verið tekin í Madrid og bent hefur verið á að stærsta herskip spænska flotans hafi verið á leið til hafnar í Bandaríkjunum þegar sprengingin varð, svo tímasetningin kom sér alls ekki vel. Aðrir möguleikar koma til greina. Þannig mætti hugsa sér að kúbanskir stuðningsmenn spænskra yfirvalda hefðu gripið til þessa bragðs til að hefna sín á Bandaríkjamönnum fyrir stuðning þeirra við uppreisnarmenn. Eins mætti hugsa sér að uppreisnarmenn sjálfir hafi verið að verki, til að skella skuldinni á Spánverja og draga Bandaríkin þannig inn í styrjöldina. Ein samsæriskenningin gengur meira að segja út á að Bandaríkjastjórn hafi sjálf sprengt upp skipið til að réttlæta stríðsþátttöku. Er sú túlkun hin opinbera afstaða kommúnistastjórnarinnar á Kúbu í dag. Líklegast verður þó að teljast að sprengingin um borð í Maine hafi verið slys og Spænsk-bandaríska stríðið árið 1898 hafi því brotist út, nánast fyrir misskilning. Stríðið reyndist þó afdrifaríkt. Með því tóku Bandaríkjamenn að seilast til áhrifa í Austur-Asíu, sem að lokum leiddi til árekstra við Japani í síðari heimsstyrjöldinni. Skjótur sigurinn kom ráðamönnum í Washington líka á bragðið og markaði brotthvarf frá þeirri einangrunarstefnu sem einkennt hafði utanríkispólitík landsins áratugina á undan. Þess í stað tóku Bandaríkin að blanda sér í átök víða um lönd, með beinum og óbeinum hætti. Afleiðinga þeirrar stefnubreytingar gætir enn í dag. Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira
Í sumar komst eyjan Gúam í Kyrrahafi óvænt í heimsfréttirnar þegar hún dróst inn í deilur stjórnvalda í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu. Gúam, sem lýtur bandarískri stjórn, hefur að geyma mikilvæga herstöð auk þess sem stjórnendur Norður-Kóreu mátu það svo að eldflaugar þeirra gætu drifið alla leið til Gúam. Yfirráð Bandaríkjanna á Gúam má rekja til stríðs Spánar og Bandaríkjanna, sem stóð í tíu vikur árið 1898 og lauk með fullnaðarsigri þeirra síðarnefndu. Við ósigurinn misstu Spánverjar völd sín á Filippseyjum, Kúbu og nokkrum eyjum í Kyrrahafi og Karíbahafi. Áhrif stríðsins á mannkynssöguna urðu þó enn afdrifaríkari. Einn atburður er öðrum fremur talinn hafa verið kveikjan að styrjöldinni. Það var mannskæð sprenging í bandaríska herskipinu Maine í höfninni í Havana þann fimmtánda febrúar árið 1898. Margt er þó á huldu um hvað gerðist í raun í höfninni þennan örlagaríka dag og væntanlega fást ekki við því óyggjandi svör úr þessu. Herskipið USS Maine átti upphaflega að verða öflugasta vígtól bandaríska flotans. Bandaríkin stóðu langt að baki stórþjóðum Evrópu á sviði vígbúnaðar á höfunum og höfðu í raun lítinn áhuga sýnt á að keppa við þær. Árið 1883 komu Brasilíumenn sér hins vegar upp voldugu herskipi, Riachuelo, sem taldist það kröftugasta í Nýja heiminum. Það þótti valdhöfum í Washington óþolandi tilhugsun og ákveðið var að ráðast í gerð tveggja risaherskipa. Hönnun og smíði skipanna tók miklu lengri tíma en ráð var fyrir gert, á sama tíma og þróun í herskipatækni var gríðarlega ör. Niðurstaðan varð sú að þegar Maine var loks hleypt af stokkunum árið 1895 var það í raun þegar orðið úrelt og reyndist erfitt að finna því hentugt hlutverk í flotanum. Í ársbyrjun 1898 fengu stjórnendur herskipsins fyrirmæli um að sigla til Havana á Kúbu og bíða þar átekta. Að nafninu til var um kurteisisheimsókn að ræða, en engum duldist að alvarlegri ástæður lágu að baki.Vaxandi spenna Á Kúbu ríkti stríðsástand, þar sem heimamenn höfðu eina ferðina enn risið upp gegn spænskum yfirráðum. Í fyrri uppreisnum höfðu Bandaríkjamenn leynt og ljóst dregið taum sjálfstæðissinna, enda yfirlýst stefna þeirra að draga sem mest úr áhrifum gömlu evrópsku nýlenduveldanna í Rómönsku Ameríku. Árið 1873 hafði raunar mátt litlu muna að atburðir á Kúbu leiddu til stríðs milli Bandaríkjanna og Spánar. Þá höfðu Spánverjar stöðvað bandaríska skipið Virginius, sem leigt hafði verið til að flytja kúbönskum uppreisnarmönnum vopn og vistir. Spánverjar drógu skipverja í skyndi fyrir herrétt, dæmdu þá fyrir sjórán og tóku nokkra tugi þeirra tafarlaust af lífi og svívirtu líkin. Í hópnum voru fjölmargir Bandaríkjamenn og ollu atburðirnir gríðarlegri reiði þar í landi. Að lokum náðust þó samningar um ríflegar bætur til fjölskyldna hinna látnu. Hrottaskapur Spánverja í Virginiusar-málinu sat í mörgum og bandarísk dagblöð sögðu margar safaríkar en misáreiðanlegar fréttir af grimmdarverkum þeirra á Kúbu. Ýmsir bandarískir borgarar áttu líka hagsmuna að gæta í borgarastríðinu og töldu margir að með endalokum spænsku landstjórnarinnar myndu opnast mikil tækifæri til fjárfestinga og jafnvel bandarískra yfirráða í landinu. Æðsti sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar á Kúbu kallaði eftir að Maine yrði sent til Havana, ef átök borgarastríðsins leiddu til þess að koma þyrfti bandarískum ríkisborgurum til bjargar. En koma skipsins sendi líka skilaboð í allar áttir. Hana mátti túlka sem áminningu til Spánverja um að Bandaríkin teldu Kúbu til áhrifasvæðis síns og skilaboð til annarra Evrópuríkja um að reyna ekki að blanda sér í leikinn. Hafa Bandaríkin og önnur stórveldi leikið þennan sama leik ótal oft í gegnum tíðina og minnt á styrk sinn með því að senda herskip í „kurteisisheimsóknir“ til landa þar sem stjórnmálaástandið er viðkvæmt. Eftir þriggja vikna tíðindalausa dvöl í höfninni í Havana riðu ósköpin yfir. Um miðja nótt varð gríðarleg sprenging sem tætti fremri hluta herskipsins í sundur og afgangurinn sökk á skömmum tíma. Sprengiefnageymslur skipsins voru í framhlutanum sem og svefnrými óbreyttu sjóliðanna. Þeir voru flestir í fastasvefni og fórust því 260 manns en rétt um 90 komust lífs af.Stríð brýst út Hvernig stóð á þessum skelfilega atburði? Og var sprengingin af mannavöldum? Bandarísku dagblöðin voru ekki lengi að sannfærast um að sprengja eða tundurdufl hefði grandað skipinu og skelltu skuldinni á Spánverja. Spænsk yfirvöld hefðu sprengt Maine í loft upp að yfirlögðu ráði. Sá möguleiki var þó einnig viðraður að spænskt tundurdufl hefði fyrir slysni rekið í átt að skipinu og sprungið. Það kæmi þó í sama stað niður, þar sem Spánverjum hefði borið að tryggja öryggi skipsins í höfninni og bæru þeir því ábyrgð á atvikinu. Stríð selja dagblöð og stóru blaðarisarnir nýttu sér atburðina í Havana út í ystu æsar og var málarinn kunni, Frederick Remington, sendur til Kúbu til að teikna dramatískar fréttamyndir. Í hverri ritstjórnargreininni á eftir annarri var kallað eftir hefndum: að Bandaríkjastjórn refsaði Spánverjum grimmilega. Bandaríkjastjórn lét ekki segja sér þetta tvisvar og undir lok apríl var Spánverjum sagt stríð á hendur. Í ræðu McKinleys forseta, þar sem Spánarstjórn voru settir úrslitakostir, var ekki vikið sérstaklega að sprengingunni í Maine, en í hugum flestra var hún kornið sem fyllti mælinn. Bandaríski flotinn lét í skyndingu fara fram rannsókn á atburðunum í höfninni í Havana og voru rannsakendur fljótir að komast að þeirri niðurstöðu að utanaðkomandi sprengja hefði grandað skipinu. Rúmum áratug síðar, þegar skipsflakið var flutt úr höfninni og sökkt á opnu hafi, var önnur rannsóknarnefnd skipuð sem komst að svipuðum niðurstöðum. Ýmsir hafa þó dregið þá túlkun í efa. Nokkrar ítarlegar rannsóknir hafa farið fram í seinni tíð með hjálp nýrrar tækni. Niðurstöður þeirra hafa verið misvísandi. Sumir rannsóknaraðilar hallast að utanaðkomandi sprengju, en aðrir benda á að kyndiklefi skipsins hafi verið við hliðina á sprengiefnageymslunni. Lítið hefði þurft til að eldur í kolageymslunni bærist yfir í sprengiefnið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Raunar hafði það gerst nokkrum sinnum á þessum árum að eldur kæmi upp í eldsneytisgeymslum herskipa, en stjórnendur flotans hafi lítið viljað ræða slík atvik af ótta við að beina athyglinni að eigin mistökum og slæmri hönnun.Hver hagnaðist? Hafi sprengingin verið af mannavöldum er alls ekki ljóst hver þar hefði átt að vera að verki. Þótt skuldinni væri skellt á Spánverja er erfitt að sjá hver tilgangurinn ætti að vera. Spánverjar vildu síst af öllu gefa Bandaríkjamönnum átyllu til að blanda sér í stríðið með beinum hætti. Engar heimildir í spænskum skjalasöfnum benda til að ákvörðunin hafi verið tekin í Madrid og bent hefur verið á að stærsta herskip spænska flotans hafi verið á leið til hafnar í Bandaríkjunum þegar sprengingin varð, svo tímasetningin kom sér alls ekki vel. Aðrir möguleikar koma til greina. Þannig mætti hugsa sér að kúbanskir stuðningsmenn spænskra yfirvalda hefðu gripið til þessa bragðs til að hefna sín á Bandaríkjamönnum fyrir stuðning þeirra við uppreisnarmenn. Eins mætti hugsa sér að uppreisnarmenn sjálfir hafi verið að verki, til að skella skuldinni á Spánverja og draga Bandaríkin þannig inn í styrjöldina. Ein samsæriskenningin gengur meira að segja út á að Bandaríkjastjórn hafi sjálf sprengt upp skipið til að réttlæta stríðsþátttöku. Er sú túlkun hin opinbera afstaða kommúnistastjórnarinnar á Kúbu í dag. Líklegast verður þó að teljast að sprengingin um borð í Maine hafi verið slys og Spænsk-bandaríska stríðið árið 1898 hafi því brotist út, nánast fyrir misskilning. Stríðið reyndist þó afdrifaríkt. Með því tóku Bandaríkjamenn að seilast til áhrifa í Austur-Asíu, sem að lokum leiddi til árekstra við Japani í síðari heimsstyrjöldinni. Skjótur sigurinn kom ráðamönnum í Washington líka á bragðið og markaði brotthvarf frá þeirri einangrunarstefnu sem einkennt hafði utanríkispólitík landsins áratugina á undan. Þess í stað tóku Bandaríkin að blanda sér í átök víða um lönd, með beinum og óbeinum hætti. Afleiðinga þeirrar stefnubreytingar gætir enn í dag.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Sjá meira