Lífið

Steindi með sjóriðu í Feneyjum: „Okkur leið eins og Hollywood stjörnum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauðadreglinum í gær.
Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauðadreglinum í gær. vísir/getty
Steinþór Hróar Steinþórsson leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Undir trénu en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Undir trénu hefur strax fengið mjög góðar viðtökur og þá sérstaklega leikkonan Edda Björgvinsdóttir.

„Við gistum hér á bátum sem er helvíti skemmtilegt, en ég var að vakna með netta sjóriðu,“ segir Steindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það var hrikalega gaman í gær og þetta gekk eins og í sögu. Ef ég ætti að lýsa myndinni í örfáum orðum þá fjallar hún um venjulegt fólk sem missir bara tökin. Minn karakter stendur í miðjum forræðisdeilum og þarf að flytja heim til foreldra minna sem eru í miðjum nágrannadeilum.“

Steindi segir að þessar tvær sögur tvinnast skemmtilega saman í myndinni. Hann segir að Undir trénu sé kolsvört dramatísk kómedía.

„Þú grípur sjálfan þig við það að hlæja og svona hálfskammast þín fyrir það.“

Steindi sýnir á sér nýja hlið í myndinni en hann hefur meira verið að leika í gríni.

„Það var svo gaman í gær. Okkur leið eins og Hollywood stjörnum í einn dag og það var bara æðislegt.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Steinda í heild sinni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.