Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2017 13:00 Þessir laxar láu í Búðardalsá en hún gaf 255 laxa í sumar. Mynd: www.veida.is Laxveiðiárnar loka nú hver af annari og lokatölur eru að berast úr þeim jafnóðum og við fyrstu sýn er þetta gott sumar í flestum ánum á vesturlandi. Sumarið hefur verið með rólegra móti í mörgum ánum á norðurlandi með einhverjum undantekningum þó en heilt yfir er um gott sumar að ræða á vesturlandi. Norðurá hefur skilað inn sínum lokatölum og þar komu á land 1719 laxar í sumar sem er yfir meðalveiðinni frá 1974 en hún er 1570 laxar. okatölur úr Haffjarðará eru sömuleiðis komnar í hús en hún endaði í 1167 löxum en meðalveiðin í ánni er um 800 laxar svo Haffjarðará er svo sannarlega að skila sínu í sumar sem endra nær. Aðrar ár sem eru búnar að loka og skila inn lokatölum eru Skjálfandafljót með 378 laxa, Búðardalsá með 255 laxa og Krossá á Skarðsströnd með 116 laxa. Við komum til með að fylgjast vel með lokatölum úr ánum og birta þær um leið og þær berast. Mest lesið Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Veiðin á hálendinu rólega að vakna Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Laxveiðiárnar loka nú hver af annari og lokatölur eru að berast úr þeim jafnóðum og við fyrstu sýn er þetta gott sumar í flestum ánum á vesturlandi. Sumarið hefur verið með rólegra móti í mörgum ánum á norðurlandi með einhverjum undantekningum þó en heilt yfir er um gott sumar að ræða á vesturlandi. Norðurá hefur skilað inn sínum lokatölum og þar komu á land 1719 laxar í sumar sem er yfir meðalveiðinni frá 1974 en hún er 1570 laxar. okatölur úr Haffjarðará eru sömuleiðis komnar í hús en hún endaði í 1167 löxum en meðalveiðin í ánni er um 800 laxar svo Haffjarðará er svo sannarlega að skila sínu í sumar sem endra nær. Aðrar ár sem eru búnar að loka og skila inn lokatölum eru Skjálfandafljót með 378 laxa, Búðardalsá með 255 laxa og Krossá á Skarðsströnd með 116 laxa. Við komum til með að fylgjast vel með lokatölum úr ánum og birta þær um leið og þær berast.
Mest lesið Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Veiðin á hálendinu rólega að vakna Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði