Lífið

Harry Dean Stanton látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Hann á að baki nokkuð eftirminnileg hlutverk, þar á meðal í myndunum The Godfather: Part II, Alien og Pretty in Pink.
Hann á að baki nokkuð eftirminnileg hlutverk, þar á meðal í myndunum The Godfather: Part II, Alien og Pretty in Pink. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Harry Dean Stanton er látinn, 91 árs að aldri. Hann á að baki nokkuð eftirminnileg hlutverk, þar á meðal í myndunum The Godfather: Part II, Alien og Pretty in Pink.

Nú síðast sást Stanton í hlutverki Carl Rodd í sjónvarpsseríunni Twin Peaks.

Leikferill Stanton náið yfir sex áratugi og hefur hann komið fyrir í rúmlega hundrað kvikmyndum. Hann var mest í aukahlutverkum á sínum ferli, og má þar nefna myndir á borð við Cool Hand Luke og Escape from New York, en fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í myndinni Paris, Texas, sem kom út árið 1984.

Hann fæddist 14. júlí árið 1926, og var kokkur í bandaríska sjóhernum í seinni heimsstyrjöldinni.

Síðasta myndin sem hann lék í, Lucky, verður frumsýnd eftir tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×