Rökkur fær verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2017 16:30 Rökkur verður frumsýnd á Íslandi þann 27. október. Íslenski spennutryllirinn Rökkur hefur hlotið verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á kvikmyndahátíðinni California Independent Film Festival, sem haldin er um þessar mundir í tuttugasta skiptið í San Francisco. Með stjórn kvikmyndatöku fór hinn bandaríski John Wakayama Carey. Fyrr í ár hlaut Rökkur verðlaun fyrir listrænt afrek á Outfest kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Rökkur verður frumsýnd á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Rökkur var heimsfrumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og hefur síðan þá verið valin inn á yfir tuttugu alþjóðlegar hátíðir. Á meðal næstu stoppa eru Fantastic Fest í Austin, Texas, sem er ein stærsta hátíð heims sem leggur áherslu á „genre“ myndir (sbr. hrollvekjur, vísindaskáldsögur, fantasíur o.s.frv.) og BFI London Film Festival, sem er stærsta kvikmyndahátíð Bretlands. Ómar Hauksson hannaði plakat myndarinnar.Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér og eru þeir ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Tengdar fréttir Góður jarðvegur fyrir hrylling á Íslandi Það er furðulegt að Íslendingar skuli ekki framleiða meira af hrollvekjum, að mati ungs leikstjóra sem frumsýnir um helgina íslensk/amerísku hryllingsmyndina Child Eater. Myndin er framleidd í Bandaríkjunum en innblásin af íslenskri sagnahefð 27. október 2016 20:00 Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. 5. september 2017 16:45 Hryllingsmynd Erlings vekur athygli „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. 15. júní 2012 12:00 Sturlað ár hjá Bjössa í Mínus Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum, flutti til Danmerkur með ástinni sinni, fór í leiklistarskóla og lætur nú að sér kveða í íslenskum leikhúsum og kvikmyndum. 18. mars 2016 10:00 Erlingur mun leikstýra nýrri kvikmynd byggðri á verki Yrsu Síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig og var henni vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. Nýjasta myndin mun einnig byggja á yfirskilvitlegum grunni og fékk bókin góða dóma árið 2012 þegar hún kom út. 8. júní 2017 12:27 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenski spennutryllirinn Rökkur hefur hlotið verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á kvikmyndahátíðinni California Independent Film Festival, sem haldin er um þessar mundir í tuttugasta skiptið í San Francisco. Með stjórn kvikmyndatöku fór hinn bandaríski John Wakayama Carey. Fyrr í ár hlaut Rökkur verðlaun fyrir listrænt afrek á Outfest kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Rökkur verður frumsýnd á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Rökkur var heimsfrumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og hefur síðan þá verið valin inn á yfir tuttugu alþjóðlegar hátíðir. Á meðal næstu stoppa eru Fantastic Fest í Austin, Texas, sem er ein stærsta hátíð heims sem leggur áherslu á „genre“ myndir (sbr. hrollvekjur, vísindaskáldsögur, fantasíur o.s.frv.) og BFI London Film Festival, sem er stærsta kvikmyndahátíð Bretlands. Ómar Hauksson hannaði plakat myndarinnar.Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér og eru þeir ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins.
Tengdar fréttir Góður jarðvegur fyrir hrylling á Íslandi Það er furðulegt að Íslendingar skuli ekki framleiða meira af hrollvekjum, að mati ungs leikstjóra sem frumsýnir um helgina íslensk/amerísku hryllingsmyndina Child Eater. Myndin er framleidd í Bandaríkjunum en innblásin af íslenskri sagnahefð 27. október 2016 20:00 Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. 5. september 2017 16:45 Hryllingsmynd Erlings vekur athygli „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. 15. júní 2012 12:00 Sturlað ár hjá Bjössa í Mínus Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum, flutti til Danmerkur með ástinni sinni, fór í leiklistarskóla og lætur nú að sér kveða í íslenskum leikhúsum og kvikmyndum. 18. mars 2016 10:00 Erlingur mun leikstýra nýrri kvikmynd byggðri á verki Yrsu Síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig og var henni vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. Nýjasta myndin mun einnig byggja á yfirskilvitlegum grunni og fékk bókin góða dóma árið 2012 þegar hún kom út. 8. júní 2017 12:27 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Góður jarðvegur fyrir hrylling á Íslandi Það er furðulegt að Íslendingar skuli ekki framleiða meira af hrollvekjum, að mati ungs leikstjóra sem frumsýnir um helgina íslensk/amerísku hryllingsmyndina Child Eater. Myndin er framleidd í Bandaríkjunum en innblásin af íslenskri sagnahefð 27. október 2016 20:00
Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. 5. september 2017 16:45
Hryllingsmynd Erlings vekur athygli „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. 15. júní 2012 12:00
Sturlað ár hjá Bjössa í Mínus Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, venti kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum, flutti til Danmerkur með ástinni sinni, fór í leiklistarskóla og lætur nú að sér kveða í íslenskum leikhúsum og kvikmyndum. 18. mars 2016 10:00
Erlingur mun leikstýra nýrri kvikmynd byggðri á verki Yrsu Síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig og var henni vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. Nýjasta myndin mun einnig byggja á yfirskilvitlegum grunni og fékk bókin góða dóma árið 2012 þegar hún kom út. 8. júní 2017 12:27