Þessi flík hefur verið vinsæl hjá fólkinu á tískuvikunum, og erum við alveg vissar á að búðirnar fari að fyllast af svona jökkum innan bráðar.
Þegar ný árstíð hefst, og hvað þá sérstaklega í September þá langar manni oft í eitthvað nýtt í fataskápinn. Svona jakki er efst á óskalistanum á skrifstofu Glamour.

Jakki frá Selected, á 17.995 krónur.
Jakki frá Zöru, á 6.995 krónur
Jakki frá Ganni, sem fæst í Geysi. Hann er á 35.800 krónur.
Jakki frá Mango, kostar 10.150 krónur.
Jakki frá Maje, fæst á Net-a-Porter.com. Hann kostar 40.240 krónur.