Fólk fyrir fólk Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2017 07:00 Alþingi Íslands verður sett á morgun eftir það sem sumum þykir vera helst til langt sumarfrí. Það er rétt að taka fram að þingmenn sem sinna vinnu sinni af virðingu hafa ekki setið auðum höndum þennan tíma. Langt frá því. Það er annað mál hvort það sé ríkisvaldinu hollt að vera svo langa tíð án þess aðhalds og þeirrar lýðræðislegu umræðu sem þinginu er ætlað að veita. Það er mikilvægt að muna að á Alþingi sitja fulltrúar fólksins en ekki afgreiðslufulltrúar ráðherra eða stofnana. Valdið er þjóðarinnar. Það er því hálf dapurlegt að sjá Sigríði Á. Andersen, þingmann og dómsmálaráðherra, segja að það komi ekki til greina að „endurskoða mál sem dúkka hérna tilviljanakennt upp í umræðunni“. Eða hvað þá að „taka fram fyrir hendurnar á sjálfstæðri stjórnsýslustofnun eins og kærunefnd í málum sem hafa fengið tvöfalda málsmeðferð hér á landi“. Málin sem um ræðir er brottvísun þeirra Haniye, 11 ára, og Mary, átta ára, og fjölskyldna þeirra en þau bíða þess að vera vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Um 15 þúsund Íslendingar undirrituðu áskorun þess efnis að þau fengju íslenskt ríkisfang og að íslensk stjórnvöld settu hagsmuni barnanna í öndvegi í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að segja málið „dúkka tilviljanakennt upp í umræðunni“ verður því vart sagt fela í sér mikla virðingu fyrir lýðræðislegri umræðu. Í raun væri mun meiri ástæða til þess fyrir ráðherra að hafa áhyggjur af stjórnsýslustofnun sem virðist ítrekað velja að beita Dyflinnarreglugerðinni fremur en að horfa til Barnasáttmálans. Að þúsundum sé ekki mætt af meiri virðingu en raun ber vitni þegar kallað er eftir endurskoðun ákvarðana og lýðræðislegri umræðu er auðvitað gríðarlegt áhyggjuefni. Stjórnvaldi sem virðist vera sama um undirskriftalista og útifundi, svo ekki sé minnst á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er stjórnvald sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af. Vonin er hins vegar fólgin í þingmönnum sem þora að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu með mannúð og mannréttindum. Það gerði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook færslu á föstudaginn þar sem sagði að okkur bæri að taka á málefnum flóttafólks af mannúð og samkennd. Í lok færslu sinnar skrifaði hún: „Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg.“ Þetta er rétt hjá Hönnu Katrínu, stundum er einfaldlega nóg að láta mannúðarástæður ráða för og kannski ætti það að vera reglan fremur en undantekningin. Það er líka spurning hvort það sé ekki kominn tími til þess að þingmenn endurheimti völd þjóðarinnar sem fulltrúar hennar. Mál þeirra Haniye, Mary og fjölskyldna þeirra gæti verið tilvalið tækifæri til þess þar sem þingmenn þvert á flokka gætu sameinast um að berjast fyrir þetta fólk og um leið fyrir þær raddir sem eiga að fá að hljóma í lýðræðisríki. Fólk fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Alþingi Íslands verður sett á morgun eftir það sem sumum þykir vera helst til langt sumarfrí. Það er rétt að taka fram að þingmenn sem sinna vinnu sinni af virðingu hafa ekki setið auðum höndum þennan tíma. Langt frá því. Það er annað mál hvort það sé ríkisvaldinu hollt að vera svo langa tíð án þess aðhalds og þeirrar lýðræðislegu umræðu sem þinginu er ætlað að veita. Það er mikilvægt að muna að á Alþingi sitja fulltrúar fólksins en ekki afgreiðslufulltrúar ráðherra eða stofnana. Valdið er þjóðarinnar. Það er því hálf dapurlegt að sjá Sigríði Á. Andersen, þingmann og dómsmálaráðherra, segja að það komi ekki til greina að „endurskoða mál sem dúkka hérna tilviljanakennt upp í umræðunni“. Eða hvað þá að „taka fram fyrir hendurnar á sjálfstæðri stjórnsýslustofnun eins og kærunefnd í málum sem hafa fengið tvöfalda málsmeðferð hér á landi“. Málin sem um ræðir er brottvísun þeirra Haniye, 11 ára, og Mary, átta ára, og fjölskyldna þeirra en þau bíða þess að vera vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Um 15 þúsund Íslendingar undirrituðu áskorun þess efnis að þau fengju íslenskt ríkisfang og að íslensk stjórnvöld settu hagsmuni barnanna í öndvegi í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að segja málið „dúkka tilviljanakennt upp í umræðunni“ verður því vart sagt fela í sér mikla virðingu fyrir lýðræðislegri umræðu. Í raun væri mun meiri ástæða til þess fyrir ráðherra að hafa áhyggjur af stjórnsýslustofnun sem virðist ítrekað velja að beita Dyflinnarreglugerðinni fremur en að horfa til Barnasáttmálans. Að þúsundum sé ekki mætt af meiri virðingu en raun ber vitni þegar kallað er eftir endurskoðun ákvarðana og lýðræðislegri umræðu er auðvitað gríðarlegt áhyggjuefni. Stjórnvaldi sem virðist vera sama um undirskriftalista og útifundi, svo ekki sé minnst á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er stjórnvald sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af. Vonin er hins vegar fólgin í þingmönnum sem þora að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu með mannúð og mannréttindum. Það gerði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook færslu á föstudaginn þar sem sagði að okkur bæri að taka á málefnum flóttafólks af mannúð og samkennd. Í lok færslu sinnar skrifaði hún: „Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg.“ Þetta er rétt hjá Hönnu Katrínu, stundum er einfaldlega nóg að láta mannúðarástæður ráða för og kannski ætti það að vera reglan fremur en undantekningin. Það er líka spurning hvort það sé ekki kominn tími til þess að þingmenn endurheimti völd þjóðarinnar sem fulltrúar hennar. Mál þeirra Haniye, Mary og fjölskyldna þeirra gæti verið tilvalið tækifæri til þess þar sem þingmenn þvert á flokka gætu sameinast um að berjast fyrir þetta fólk og um leið fyrir þær raddir sem eiga að fá að hljóma í lýðræðisríki. Fólk fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. september.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun