Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 2-0 | Íslandsmeistaratitillinn á loft á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. september 2017 20:00 Norðanstúlkur fagna. vísir/þórir tryggvason Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag með 2-0 sigri á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna á Þórsvelli í dag. Það stóð tæpt því þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka leit út fyrir að Breiðablik myndi lyfta titlinum. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu og tæplega tvö þúsund manns troðfylltu stúkuna á Þórsvelli þrátt fyrir blautt haustveður. Bæði lið hófu leikinn frekar varfærnislega en Þór/KA fékk bestu tækifærin í fyrri hálfleik. Sandra Mayor skallaði boltann rétt framhjá markinu á 13.mínútu og Sandra María Jessen átti hörkuskot í stöng eftir tæplega hálftíma leik. Skömmu síðar átti Caroline Murray bestu tilraun FH í leiknum en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir var vandanum vaxinn í marki heimakvenna og varði hörkuskot Caroline vel. Besta færi hálfleiksins féll þó í skaut Huldu Ósk Jónsdóttur en hún fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skallaði boltann framhjá markinu og því markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var afskaplega daufur framan af og átti Þór/KA lengi vel engin svör við baráttuglöðu liði FH. Hafnfirðingarnir gerðu þó engar tilraunir til að ógna marki Þórs/KA og einkenndist leikurinn því af miðjumoði. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir á 74.mínútu. Eins og stundum áður var hún á réttum stað í teignum og náði að teygja sig í boltann eftir fyrirgjöf Önnu Rakelar Pétursdóttur. Skömmu síðar gulltryggði Sandra Mayor svo titilinn fyrir Þór/KA þegar hún fékk boltann við miðlínu eftir hornspyrnu FH. Mexíkóska markadrottningin skeiðaði fram hjá varnarmönnum FH og setti boltann í netið af miklu öryggi.Af hverju vann Þór/KA? Þó það hafi staðið tæpt verður að segja að sigur Þórs/KA var sanngjarn. Liðið sýndi engu að síður alls ekki sínar bestu hliðar spilalega séð. Þær héldu engu að síður marki sínu hreinu mjög sannfærandi og með langbesta leikmann deildarinnar er Þór/KA alltaf líklegt til að pota inn mörkum.Bestu menn leiksins? Sandra Stephany Mayor er alltaf besti leikmaður vallarins þegar hún spilar í Pepsi-deildinni og á því varð engin breyting í dag þó hún hafi oft átt betri daga. Hún var langmest ógnandi í liði heimakvenna og gerði annað markið sem gulltryggði titilinn fyrir Þór/KA. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir kórónaði frábært tímabil sitt með góðum leik. Hún var löngum stundum áhorfandi á besta stað en í þau fáu skipti sem á þurfti að halda var hún með allt á hreinu í rammanum og varði sérstaklega vel einu sinni. Guðný Árnadóttir bar af í liði FH og átti oft á tíðum í fullu tré við Söndru Mayor.Hvað gekk illa? Það er engum blöðum um það að fletta að Þór/KA er besta lið Íslands 2017 og vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. Spilamennska liðsins í dag var hins vegar langt frá því að vera sannfærandi. Þeim gekk illa að halda boltanum innan liðsins og fundu sjaldan glufur á FH vörninni. Líklega ein af verri frammistöðum liðsins í sumar og eflaust spilaði taugaveiklun inn í enda gífurlega mikið undir. Einnig áttu leikmenn oft í erfiðleikum með að fóta sig á rennblautum Þórsvellinum en hellidemba var á Akureyri í allan dag.Hvað er næst? Nú taka væntanlega við nokkra vikna vel verðskulduð fagnaðarlæti hjá liðsmönnum Þór/KA enda stóri titillinn kominn aftur norður eftir fimm ára bið. FH liðið getur tekið helling jákvætt út úr tímabilinu hjá sér og hefjast líklega handa við að undirbúa að velta stóru liðunum úr sessi á næsta ári enda FH-liðið gífurlega efnilegt og vel skipulagt lið.Halldór þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonDonni: Ólýsanleg tilfinning Halldór Jón Sigurðsson, Donni, var að vonum sigurreifur í leikslok en hann var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Þórs/KA. „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar. Þetta er hrikalega gaman Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn.“ Donni segist aldrei hafa verið smeykur þrátt fyrir að staðan hafi ekki litið vel út þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. „Þetta var bara fínt og góð stemning fyrir fólkið. Það er ekki gaman að klára þetta auðveldlega. FH er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þegar markið kom þá vissi ég að þetta væri komið því við spilum svo góðan varnarleik,” sagði Donni. Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag með 2-0 sigri á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna á Þórsvelli í dag. Það stóð tæpt því þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka leit út fyrir að Breiðablik myndi lyfta titlinum. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu og tæplega tvö þúsund manns troðfylltu stúkuna á Þórsvelli þrátt fyrir blautt haustveður. Bæði lið hófu leikinn frekar varfærnislega en Þór/KA fékk bestu tækifærin í fyrri hálfleik. Sandra Mayor skallaði boltann rétt framhjá markinu á 13.mínútu og Sandra María Jessen átti hörkuskot í stöng eftir tæplega hálftíma leik. Skömmu síðar átti Caroline Murray bestu tilraun FH í leiknum en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir var vandanum vaxinn í marki heimakvenna og varði hörkuskot Caroline vel. Besta færi hálfleiksins féll þó í skaut Huldu Ósk Jónsdóttur en hún fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skallaði boltann framhjá markinu og því markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var afskaplega daufur framan af og átti Þór/KA lengi vel engin svör við baráttuglöðu liði FH. Hafnfirðingarnir gerðu þó engar tilraunir til að ógna marki Þórs/KA og einkenndist leikurinn því af miðjumoði. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir á 74.mínútu. Eins og stundum áður var hún á réttum stað í teignum og náði að teygja sig í boltann eftir fyrirgjöf Önnu Rakelar Pétursdóttur. Skömmu síðar gulltryggði Sandra Mayor svo titilinn fyrir Þór/KA þegar hún fékk boltann við miðlínu eftir hornspyrnu FH. Mexíkóska markadrottningin skeiðaði fram hjá varnarmönnum FH og setti boltann í netið af miklu öryggi.Af hverju vann Þór/KA? Þó það hafi staðið tæpt verður að segja að sigur Þórs/KA var sanngjarn. Liðið sýndi engu að síður alls ekki sínar bestu hliðar spilalega séð. Þær héldu engu að síður marki sínu hreinu mjög sannfærandi og með langbesta leikmann deildarinnar er Þór/KA alltaf líklegt til að pota inn mörkum.Bestu menn leiksins? Sandra Stephany Mayor er alltaf besti leikmaður vallarins þegar hún spilar í Pepsi-deildinni og á því varð engin breyting í dag þó hún hafi oft átt betri daga. Hún var langmest ógnandi í liði heimakvenna og gerði annað markið sem gulltryggði titilinn fyrir Þór/KA. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir kórónaði frábært tímabil sitt með góðum leik. Hún var löngum stundum áhorfandi á besta stað en í þau fáu skipti sem á þurfti að halda var hún með allt á hreinu í rammanum og varði sérstaklega vel einu sinni. Guðný Árnadóttir bar af í liði FH og átti oft á tíðum í fullu tré við Söndru Mayor.Hvað gekk illa? Það er engum blöðum um það að fletta að Þór/KA er besta lið Íslands 2017 og vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. Spilamennska liðsins í dag var hins vegar langt frá því að vera sannfærandi. Þeim gekk illa að halda boltanum innan liðsins og fundu sjaldan glufur á FH vörninni. Líklega ein af verri frammistöðum liðsins í sumar og eflaust spilaði taugaveiklun inn í enda gífurlega mikið undir. Einnig áttu leikmenn oft í erfiðleikum með að fóta sig á rennblautum Þórsvellinum en hellidemba var á Akureyri í allan dag.Hvað er næst? Nú taka væntanlega við nokkra vikna vel verðskulduð fagnaðarlæti hjá liðsmönnum Þór/KA enda stóri titillinn kominn aftur norður eftir fimm ára bið. FH liðið getur tekið helling jákvætt út úr tímabilinu hjá sér og hefjast líklega handa við að undirbúa að velta stóru liðunum úr sessi á næsta ári enda FH-liðið gífurlega efnilegt og vel skipulagt lið.Halldór þurfti að þurrka tárin úr augunum í leikslokvísir/þórir tryggvasonDonni: Ólýsanleg tilfinning Halldór Jón Sigurðsson, Donni, var að vonum sigurreifur í leikslok en hann var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Þórs/KA. „Þetta er ólýsanlegt. Það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar. Þetta er hrikalega gaman Ég er svo stoltur af stelpunum og stoltur af fólkinu, þvílíkur stuðningur sem við fáum og þetta bara skiptir öllu máli og gerir gæfumuninn.“ Donni segist aldrei hafa verið smeykur þrátt fyrir að staðan hafi ekki litið vel út þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. „Þetta var bara fínt og góð stemning fyrir fólkið. Það er ekki gaman að klára þetta auðveldlega. FH er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þegar markið kom þá vissi ég að þetta væri komið því við spilum svo góðan varnarleik,” sagði Donni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti