Lífið

Settu saman lista yfir spennandi kvikmyndir sem eru á dagskrá RIFF

Guðný Hrönn skrifar
Það er ýmislegt sem þær Tatiana og Andrea ætla að sjá á RIFF.
Það er ýmislegt sem þær Tatiana og Andrea ætla að sjá á RIFF. vísir/eyþór
Hátíðin RIFF hefst í dag og Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir og Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir, sem sjá um kynningarmál fyrir hátíðina, settu af því tilefni saman lista yfir nokkrar kvikmyndir sem þær eru sérstaklega spenntar fyrir.

1. Tom of Finland. „Ég er einstaklega spennt fyrir Tom of Finland, myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um lífshlaup finnska listamannsins Touko Laaksonen sem hlaut alþjóðlega frægð fyrir hómóerótískar teikningar sínar. Myndin er formlegt framlag Finnlands til Óskarsverðlauna,“ segir Tatiana.

2. Faces Places. Andrea er spenntust fyrir Faces Places. „Klárlega sú sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Agnés Varda, eldri kona, og JR, ungur maður, ferðast saman, taka myndir og úr verður þessi snilld.“

3. Borg vs. McEnroe. „Sannsöguleg mynd um tennisspilarann Björn Borg og lokamynd RIFF í ár. Hún gerist árið 1980,“ segir Tatiana, sem er hrifin af myndum sem eiga að gerast á níunda áratugnum.

4. Winther Brothers. „Mér finnst Hlynur Pálma töff og þessi mynd ótrúlega spennandi, ég elska allt sem er danskt,“ segir Andrea.

5. La Chana. „Heimildarmynd sem fagnar lífi hinnar sjálflærðu La Chana, flam­enco dansara sem hlaut heimsfrægð á sjötta áratugnum og hvarf síðan skyndilega úr almannaaugsýn á hátindi ferilsins,“ segir Tatiana.

6. Atelier. Spennutryllirinn Atelier nær á lista Tatiönu. „Þessi er í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Elsa er nýlega útskrifuð úr Danska kvikmyndaskólanum og er Atelier útskriftarmynd hennar. Ég hef séð stiklu myndarinnar og hún lofar góðu.“

7. Mamma ætlar að sofna. „Mynd Völu Ómarsdóttur um móður sem reynir að vernda dætur sínar en tekst ekki, ég hreinlega tengi,“ segir Andrea.

8. Fitzcarraldo. „Heimildarmynd frá sjálfum Werner Herzog, ég hef ekki séð þessa en er mjög spennt fyrir henni. Sagan er um mann sem er ákveður að byggja óperuhús inni í miðjum frumskóginum,“ útsýrir Tatiana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.