Braust úr fátæktinni í Bronx með strippi og hirti toppsætið af Taylor Swift Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 09:00 Belcalis Almanzar er hið rétta nafn Cardi B en gælunafnið Bacardi festist líka við hana á ákveðnum tímapunkti í æsku vísir/getty Rapparinn Cardi B skráði nafn sitt í sögubækur tónlistarinnar í vikunni þegar hún varð fyrsti kvenkyns rapparinn til að toppa bandaríska Billboard-vinsældalistann síðan Lauryn Hill var á toppnum árið 1998. Cardi hirti toppsætið af Taylor Swift með lagi sínu Bodak Yellow en Swift hafði verið á toppnum í þrjár vikur. Bodak Yellow kom út í júní og er nú loksins búið að toppa. Cardi er sjálf höfundur lagsins og var nýlega tilnefnd til níu BET Hip Hop-verðlauna sem afhent verða í október. Cardi er aðeins fimmti kvenkyns rapparinn til þess að ná toppi vinsældalista Billboard. Hún vakti fyrst athygli á samfélagsmiðlunum Vine og Instagram þar sem hún byrjaði að deila myndum og myndböndum árið 2013. Tveimur árum síðar, þá komin með milljónir fylgjenda á Instagram, var hún komin í aðalhlutverk í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop: New York á tónlistarstöðinni VH1.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Cardi sem hún deildi á Instagram-síðu sinni þegar hún frétti af því að hún hefði velt Taylor Swift úr sessi á toppi Billboard-listans. Before the whole BIG SURPRISE...Somebody call me and told me to check the Chart data .I was shleeping and I woke the fuck up !!!! A post shared by Cardi B Official IG (@iamcardib) on Sep 25, 2017 at 10:00pm PDTÓhrædd við að vera hún sjálf En hver er Cardi B? Hún var skírð Belcalis Almanzar en gælunafnið Bacardi festist líka við hana á ákveðnum tímapunkti í æsku. Hún fæddist í New York þann 11. október árið 1992 og á rætur sínar að rekja til tveggja eyja í Karíbahafi. Móðir hennar kom til New York frá Trinidad og pabbi hennar frá Dóminíska lýðveldinu. Cardi er að eigin sögn bara venjuleg stelpa úr hverfinu þar sem var meira um skítug stræti en Starbucks-kaffihús. Hún ólst upp í fátækrahverfinu Highbridge í Bronx í New York en meirihluti íbúanna, eða um 65 prósent, eru innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna. Þá eru rúm 30 prósent íbúanna svartir og helmingur íbúa hverfisins er fyrir neðan fátæktarmörk. Samband Cardi við foreldra sína var nokkuð flókið en þau skildu þegar hún var unglingur. Hún hafði þó alltaf stóra fjölskyldu í kringum sig og eyddi miklum tíma í æsku hjá ömmu sinni sem bjó í Washington Heights á Manhattan. Sögu Cardi hefur verið líkt við Öskubuskusögu á tímum samfélagsmiðla af fjölmiðlum ytra þar sem hún braust í raun úr fátæktinni í Bronx og á nú vinsælasta lagið í Bandaríkjunum. Sú samlíking er þó ekki að öllu leyti rétt að mati Lindsay Zoladz, blaðamanns The Ringer. Hún segir að ævintýrið um Öskubusku byggi á einhvers konar klækjabrögðum og skömm og leynd yfir fortíðinni. Zoladz segir að þetta eigi ekki við um Cardi enda hefur hún sýnt það að hún er óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd, segja frá sjálfri sér og oft á tíðum erfiðri fortíð.Cardi á demantaballi Rihönnu í New York núna í september.vísir/gettyKomst úr ofbeldisfullu sambandi með því að strippa Þegar Cardi var 18 ára byrjaði hún í námi í háskóla á Manhattan. Hún hætti hins vegar í náminu þar sem álagið var of mikið við að samræma skólann og vinnuna en Cardi vann á matarmarkaði sem kallast Amish Market. Á Amish Market vann Cardi sér inn 200 dollara á viku og hefur sagt að það hafi ekki verið neitt til að lifa á í New York. Hún var á endanum rekin þar sem hún mætti oft of seint og gaf samstarfsmönnum sínum of mikinn afslátt. Í kjölfarið fór Cardi að vinna á strippklúbbi og má segja að það hafi reynst örlagaríkt. „Ég fór að strippa því ég var fátæk. Ég bjó með þáverandi kærastanum mínum heima hjá mömmu hans í lítilli íbúð. Hann barði mig og ég var hætt í skóla. [...] Þetta var klikkað,“ sagði Cardi í viðtali árið 2016. Hún sagði að með því að strippa og vinna sér inn nægilega mikinn pening sjálf hafi hún komist úr ofbeldisfullu sambandi. „Hvernig átti ég að komast burt með 200 dollara á viku? Það var ekki séns.“Var hrædd við að elta drauminn um að vinna við tónlist Cardi segist ekki vilja fela það fyrir neinum að hún hafi unnið á strippklúbbi þótt hún hafi vissulega falið það fyrir mömmu og pabba á sínum tíma. Vinnan á strippklúbbnum hafi að mörgu leyti bjargað lífi hennar. Hún mæli þó ekki með því fyrir stúlkur sem séu í svipaðri stöðu og hún var að fara að strippa. „Þegar ég byrjaði að vinna á strippklúbbnum var ég ánægð með hvernig ég leit út en eftir að ég byrjaði að vinna þar varð ég óöruggari. Ég hugsaði með mér að ég fengi meiri pening ef ég væri með stærri brjóst. Svo ég fékk mér stærri brjóst. Svo hugsaði ég með mér að ég fengi ekki nægilega mikinn pening nema ég væri með stærri rass. Þannig að ég fékk mér stærri rass.“ Cardi var 19 ára þegar hún byrjaði að strippa en hún hætti því árið 2015, þá 22 ára. Þá var hún orðin svo þekkt á þekkt samfélagsmiðlum, ekki síst á Instagram þar sem hún var með milljónir fylgjenda, að hún gat lifað af tekjunum sem hún hafði þaðan. Hana dreymdi hins vegar um að verða tónlistarmaður en segist hafa verið hrædd við að elta þann draum. „Því ef ég elti draumana mína og mér mistekst þá getur mig ekki dreymt lengur. Það er auðveldara að sætta sig við eitthvað minna,“ segir Cardi.Einstök rödd, húmor og afgerandi persónuleiki En einn af framkvæmdastjórunum hennar, sem hóf samstarf við hana þegar hún var með hálfa milljón fylgjendur, tók eftir því að hún var með tóneyra og var alltaf að „remixa“ lög. Hann hvatti Cardi til að prófa rapp og sagði henni að talsmáti hennar og hreimur gæfi henni einstaka rödd. Skömmu síðar var hún komin í aðalhlutverk í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop: New York sem vakti enn meiri athygli á henni. Það sem þykir einna mest heillandi við Cardi er húmorinn hennar sem skín gjarnan í gegn í alls konar orðaleikjum og frasasmíðum. Þá er hún, eins og áður segir, óhrædd við að vera hún sjálf og þykir afgerandi persónuleiki hennar mjög áberandi í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Leið Cardi B á toppinn á Billboard hefur ekki verið auðveld. Hvort hún er komin til að vera á eftir að koma í ljós en eitt er víst: hún er komin í sögubækurnar. Byggt á umfjöllun The Ringer, The Fader, The Verge og viðtali VladTV við Cardi B. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Cardi B skráði nafn sitt í sögubækur tónlistarinnar í vikunni þegar hún varð fyrsti kvenkyns rapparinn til að toppa bandaríska Billboard-vinsældalistann síðan Lauryn Hill var á toppnum árið 1998. Cardi hirti toppsætið af Taylor Swift með lagi sínu Bodak Yellow en Swift hafði verið á toppnum í þrjár vikur. Bodak Yellow kom út í júní og er nú loksins búið að toppa. Cardi er sjálf höfundur lagsins og var nýlega tilnefnd til níu BET Hip Hop-verðlauna sem afhent verða í október. Cardi er aðeins fimmti kvenkyns rapparinn til þess að ná toppi vinsældalista Billboard. Hún vakti fyrst athygli á samfélagsmiðlunum Vine og Instagram þar sem hún byrjaði að deila myndum og myndböndum árið 2013. Tveimur árum síðar, þá komin með milljónir fylgjenda á Instagram, var hún komin í aðalhlutverk í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop: New York á tónlistarstöðinni VH1.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Cardi sem hún deildi á Instagram-síðu sinni þegar hún frétti af því að hún hefði velt Taylor Swift úr sessi á toppi Billboard-listans. Before the whole BIG SURPRISE...Somebody call me and told me to check the Chart data .I was shleeping and I woke the fuck up !!!! A post shared by Cardi B Official IG (@iamcardib) on Sep 25, 2017 at 10:00pm PDTÓhrædd við að vera hún sjálf En hver er Cardi B? Hún var skírð Belcalis Almanzar en gælunafnið Bacardi festist líka við hana á ákveðnum tímapunkti í æsku. Hún fæddist í New York þann 11. október árið 1992 og á rætur sínar að rekja til tveggja eyja í Karíbahafi. Móðir hennar kom til New York frá Trinidad og pabbi hennar frá Dóminíska lýðveldinu. Cardi er að eigin sögn bara venjuleg stelpa úr hverfinu þar sem var meira um skítug stræti en Starbucks-kaffihús. Hún ólst upp í fátækrahverfinu Highbridge í Bronx í New York en meirihluti íbúanna, eða um 65 prósent, eru innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna. Þá eru rúm 30 prósent íbúanna svartir og helmingur íbúa hverfisins er fyrir neðan fátæktarmörk. Samband Cardi við foreldra sína var nokkuð flókið en þau skildu þegar hún var unglingur. Hún hafði þó alltaf stóra fjölskyldu í kringum sig og eyddi miklum tíma í æsku hjá ömmu sinni sem bjó í Washington Heights á Manhattan. Sögu Cardi hefur verið líkt við Öskubuskusögu á tímum samfélagsmiðla af fjölmiðlum ytra þar sem hún braust í raun úr fátæktinni í Bronx og á nú vinsælasta lagið í Bandaríkjunum. Sú samlíking er þó ekki að öllu leyti rétt að mati Lindsay Zoladz, blaðamanns The Ringer. Hún segir að ævintýrið um Öskubusku byggi á einhvers konar klækjabrögðum og skömm og leynd yfir fortíðinni. Zoladz segir að þetta eigi ekki við um Cardi enda hefur hún sýnt það að hún er óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd, segja frá sjálfri sér og oft á tíðum erfiðri fortíð.Cardi á demantaballi Rihönnu í New York núna í september.vísir/gettyKomst úr ofbeldisfullu sambandi með því að strippa Þegar Cardi var 18 ára byrjaði hún í námi í háskóla á Manhattan. Hún hætti hins vegar í náminu þar sem álagið var of mikið við að samræma skólann og vinnuna en Cardi vann á matarmarkaði sem kallast Amish Market. Á Amish Market vann Cardi sér inn 200 dollara á viku og hefur sagt að það hafi ekki verið neitt til að lifa á í New York. Hún var á endanum rekin þar sem hún mætti oft of seint og gaf samstarfsmönnum sínum of mikinn afslátt. Í kjölfarið fór Cardi að vinna á strippklúbbi og má segja að það hafi reynst örlagaríkt. „Ég fór að strippa því ég var fátæk. Ég bjó með þáverandi kærastanum mínum heima hjá mömmu hans í lítilli íbúð. Hann barði mig og ég var hætt í skóla. [...] Þetta var klikkað,“ sagði Cardi í viðtali árið 2016. Hún sagði að með því að strippa og vinna sér inn nægilega mikinn pening sjálf hafi hún komist úr ofbeldisfullu sambandi. „Hvernig átti ég að komast burt með 200 dollara á viku? Það var ekki séns.“Var hrædd við að elta drauminn um að vinna við tónlist Cardi segist ekki vilja fela það fyrir neinum að hún hafi unnið á strippklúbbi þótt hún hafi vissulega falið það fyrir mömmu og pabba á sínum tíma. Vinnan á strippklúbbnum hafi að mörgu leyti bjargað lífi hennar. Hún mæli þó ekki með því fyrir stúlkur sem séu í svipaðri stöðu og hún var að fara að strippa. „Þegar ég byrjaði að vinna á strippklúbbnum var ég ánægð með hvernig ég leit út en eftir að ég byrjaði að vinna þar varð ég óöruggari. Ég hugsaði með mér að ég fengi meiri pening ef ég væri með stærri brjóst. Svo ég fékk mér stærri brjóst. Svo hugsaði ég með mér að ég fengi ekki nægilega mikinn pening nema ég væri með stærri rass. Þannig að ég fékk mér stærri rass.“ Cardi var 19 ára þegar hún byrjaði að strippa en hún hætti því árið 2015, þá 22 ára. Þá var hún orðin svo þekkt á þekkt samfélagsmiðlum, ekki síst á Instagram þar sem hún var með milljónir fylgjenda, að hún gat lifað af tekjunum sem hún hafði þaðan. Hana dreymdi hins vegar um að verða tónlistarmaður en segist hafa verið hrædd við að elta þann draum. „Því ef ég elti draumana mína og mér mistekst þá getur mig ekki dreymt lengur. Það er auðveldara að sætta sig við eitthvað minna,“ segir Cardi.Einstök rödd, húmor og afgerandi persónuleiki En einn af framkvæmdastjórunum hennar, sem hóf samstarf við hana þegar hún var með hálfa milljón fylgjendur, tók eftir því að hún var með tóneyra og var alltaf að „remixa“ lög. Hann hvatti Cardi til að prófa rapp og sagði henni að talsmáti hennar og hreimur gæfi henni einstaka rödd. Skömmu síðar var hún komin í aðalhlutverk í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop: New York sem vakti enn meiri athygli á henni. Það sem þykir einna mest heillandi við Cardi er húmorinn hennar sem skín gjarnan í gegn í alls konar orðaleikjum og frasasmíðum. Þá er hún, eins og áður segir, óhrædd við að vera hún sjálf og þykir afgerandi persónuleiki hennar mjög áberandi í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Leið Cardi B á toppinn á Billboard hefur ekki verið auðveld. Hvort hún er komin til að vera á eftir að koma í ljós en eitt er víst: hún er komin í sögubækurnar. Byggt á umfjöllun The Ringer, The Fader, The Verge og viðtali VladTV við Cardi B.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira