Forsalan á veiðileyfum komin í fullann gang Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2017 09:58 Veiðimenn landsins eru þegar farnir að bóka fyrir næsta sumar. Mynd úr safni Í dag miðvikudag detta inn fleiri lokatölur úr laxveiðiánum og eru síðustu árnar að klára veiðina í vikunni. Það er að vísu veitt í ánum sem er haldið uppi með seiðasleppingum langt inn í október svo það verður ennþá fréttaflutningur af veiðitölum úr þeim ám fram til síðasta dags. Þrátt fyrir að sumrinu sé nýlokið er sala á veiðileyfum fyrir næsta sumar í fullum gangi og það er mikil eftirspurn eftir veiðileyfum og útlit fyrir að salan verði meiri en hún var fyrir yfirstandandi sumar hjá flestum leigutökum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er ásamt öðrum leigutökum búið að opna fyrir forsölu á veiðileyfum og þau leyfi sem meðal annars eru í forsölu eru auglýst á vefsíðu félagsins en þar má finna daga í Laxá í Laxárdal, Laxá í Mývatnssveit, Langá fyrir tímabilið 26. júní – 19. september, Hítará – 30. júní – 27. ágúst og Haukadalsá – 30. júní – 1. september. Það varð, sem áður hefur verið greint frá, nokkur fækkun meðal erlendra veiðimanna í sumar og þá sérstaklega frá Bretlandi en ef gengið á pundinu gagnvart krónunni styrkist eitthvað að ráði má reikna með að sá hópur mæti í meiri mæli að ári. Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði
Í dag miðvikudag detta inn fleiri lokatölur úr laxveiðiánum og eru síðustu árnar að klára veiðina í vikunni. Það er að vísu veitt í ánum sem er haldið uppi með seiðasleppingum langt inn í október svo það verður ennþá fréttaflutningur af veiðitölum úr þeim ám fram til síðasta dags. Þrátt fyrir að sumrinu sé nýlokið er sala á veiðileyfum fyrir næsta sumar í fullum gangi og það er mikil eftirspurn eftir veiðileyfum og útlit fyrir að salan verði meiri en hún var fyrir yfirstandandi sumar hjá flestum leigutökum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er ásamt öðrum leigutökum búið að opna fyrir forsölu á veiðileyfum og þau leyfi sem meðal annars eru í forsölu eru auglýst á vefsíðu félagsins en þar má finna daga í Laxá í Laxárdal, Laxá í Mývatnssveit, Langá fyrir tímabilið 26. júní – 19. september, Hítará – 30. júní – 27. ágúst og Haukadalsá – 30. júní – 1. september. Það varð, sem áður hefur verið greint frá, nokkur fækkun meðal erlendra veiðimanna í sumar og þá sérstaklega frá Bretlandi en ef gengið á pundinu gagnvart krónunni styrkist eitthvað að ráði má reikna með að sá hópur mæti í meiri mæli að ári.
Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði