Akraborgin: Gummi Torfa skoraði bara 18 mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 22:00 Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33