Skylda gagnvart börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Um daginn ákvað ég að gera mig sæta fyrir vinnu. Ég setti á mig rauðan varalit og fór í uppáhaldsskyrtuna mína og svo, til þess að þrykkja punktinum rækilega yfir i-ið, setti ég í mig eyrnalokka. Þetta voru látlausir hringir, frekar stórir, og mér fannst ég æðislega flott gella með þá í eyrunum. Þessu voru skjólstæðingar mínir, 8 og 9 ára krakkar á frístundaheimili hér í borg, ekki alveg sammála. Ég var þráspurð út í eyrnalokkana sem komu börnunum stórkostlega framandi fyrir sjónir í svo hversdagslegu samhengi. Af hverju ertu með svona stóra eyrnalokka? spurðu þau hvert á eftir öðru, opinmynnt og stóreygð, og voru flest sammála um að þarna hefði ég tekið vafasama ákvörðun þvert á ráðandi tískustrauma. Mér fannst ég að sjálfsögðu enn þá glæsileg en ofsafengin viðbrögð barnanna við svo smávægilegri breytingu vöktu mig til umhugsunar. Í starfi með ungum skjólstæðingum kemst maður nefnilega fljótt að því að þeir komast úr jafnvægi þegar hriktir örlítið í hversdeginum, þegar eitthvað „skrýtið“ birtist á radarnum. Eins og til dæmis stórir eyrnalokkar á þriðjudegi eða nýr starfsmaður á frístundaheimilinu sem er ekki alveg búinn að læra íslensku. En þessi þolmörk krakkanna eru líka næstum óendanlega teygjanleg. Börn eru dásamlega fljót að taka hið framandi í sátt um leið og þau kynnast því. Þess vegna eigum við ákveðnum skyldum að gegna gagnvart börnunum okkar, nefnilega að sýna þeim eins fjölbreytta sneiðmynd af heiminum og hægt er. Reyna á þolmörkin og ala upp almennilegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun
Um daginn ákvað ég að gera mig sæta fyrir vinnu. Ég setti á mig rauðan varalit og fór í uppáhaldsskyrtuna mína og svo, til þess að þrykkja punktinum rækilega yfir i-ið, setti ég í mig eyrnalokka. Þetta voru látlausir hringir, frekar stórir, og mér fannst ég æðislega flott gella með þá í eyrunum. Þessu voru skjólstæðingar mínir, 8 og 9 ára krakkar á frístundaheimili hér í borg, ekki alveg sammála. Ég var þráspurð út í eyrnalokkana sem komu börnunum stórkostlega framandi fyrir sjónir í svo hversdagslegu samhengi. Af hverju ertu með svona stóra eyrnalokka? spurðu þau hvert á eftir öðru, opinmynnt og stóreygð, og voru flest sammála um að þarna hefði ég tekið vafasama ákvörðun þvert á ráðandi tískustrauma. Mér fannst ég að sjálfsögðu enn þá glæsileg en ofsafengin viðbrögð barnanna við svo smávægilegri breytingu vöktu mig til umhugsunar. Í starfi með ungum skjólstæðingum kemst maður nefnilega fljótt að því að þeir komast úr jafnvægi þegar hriktir örlítið í hversdeginum, þegar eitthvað „skrýtið“ birtist á radarnum. Eins og til dæmis stórir eyrnalokkar á þriðjudegi eða nýr starfsmaður á frístundaheimilinu sem er ekki alveg búinn að læra íslensku. En þessi þolmörk krakkanna eru líka næstum óendanlega teygjanleg. Börn eru dásamlega fljót að taka hið framandi í sátt um leið og þau kynnast því. Þess vegna eigum við ákveðnum skyldum að gegna gagnvart börnunum okkar, nefnilega að sýna þeim eins fjölbreytta sneiðmynd af heiminum og hægt er. Reyna á þolmörkin og ala upp almennilegt fólk.
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun