Ekki mennsk, heldur náttúrukraftur Jónas Sen skrifar 26. september 2017 09:45 Anna Mjöll lék sér að lögum Ellu og fór vel með þau að mati dómarans. Vísir/Eyþór Tónlist Tónleikar helgaðir Ellu Fitzgerald Stórsveit Reykjavíkur lék undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Fram komu Andrea Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. september Ella Fitzgerald hefði orðið 100 ára á árinu og af því tilefni voru haldnir stórtónleikar í Hörpu á föstudagskvöldið. Stórsveit Reykjavíkur sá um stuðið, en ekki bara það. Á sviðið stigu fjölmargar íslenskar söngkonur auk KK, til að flytja lög sem Ella gerði fræg. Eins og gengur heppnaðist það nokkuð misjafnlega; sumt var betra en annað. Fyrsta sönglagið var Let’s Get Together eftir trommuleikarann Chick Webb. Salka Sól Eyfeld söng. Skemmst er frá því að segja að hún rúllaði laginu upp. Hún hefur forkunnarfagra, bjarta og hljómmikla rödd sem naut sín fullkomlega. Runa af lögum fylgdi í kjölfarið. Helst mátti finna að A-Tisket, A-Tasket í meðförum Andreu Gylfadóttur. Upphaflega er þetta barnagæla sem Ella gerði fræga, eftir því er hún fremur kæruleysisleg og blátt áfram. En á tónleikunum var hún of hröð; Andrea lék sér ekki nóg að laginu, sem fyrir bragðið virkaði stressað. Ágústa Eva Erlendsdóttur var ekki heldur í toppformi, röddin hljómaði klemmd og hörð á efstu tónunum. Ellen Kristjánsdóttir átti líka í ákveðnum erfiðleikum með toppnóturnar sem hefðu mátt vera nákvæmari. Og sumar náðu ekki almennilega í gegnum hljómsveitina eins og Ragnhildur Gísladóttir, þó söngur hennar hafi að öðru leyti verið fagmannlegur og fókuseraður. Kristjana var stjarna kvöldsins.Þær söngkonur sem stóðu upp úr voru Kristjana Stefánsdóttir, Sigríður Thorlacius og Anna Mjöll Ólafsdóttir, ásamt Sölku Sól vitaskuld. Kristjana kom manni fyrir sjónir eins og hún væri ekki mennsk, hún var hreinn náttúrukraftur! Ekki aðeins var röddin hljómfögur og kröftug, heldur voru nótnarunur upp og niður tónstigann, slaufur og skraut ótrúlega áreynslulaus og glæsileg. Sigríður var líka frábær, en á annan hátt. Það var engin flugeldasýning, en röddin var bara svo falleg, söngurinn svo tilfinningaríkur að unaður var á að hlýða. Anna Mjöll skartaði jafnframt dásamlegri rödd og mikilli fimi þegar hún valsaði upp og niður tónsviðið án þess að depla auga. Ragnheiður Gröndal stóð sig sömuleiðis ágætlega, sem og KK. Sigurður Flosason stjórnaði og hann sagði einnig frá hverju lagi og tengdi það við mismunandi kafla á ferli Ellu. Það var mjög fróðlegt. Lögin sjálf voru þó ansi keimlík, og útsetningarnar allar frekar svipaðar. Ekki var því laust við að manni fyndist dagskráin orðin nokkuð langdregin þegar á leið. Kannski hefðu mátt vera fleiri róleg lög á tónleikunum til að skapa meiri breidd.Niðurstaða: Sumar söngkonurnar voru frábærar en aðrar ekki. Hljómsveitin spilaði vel og kynning laganna var áhugaverð, en dagskráin var heldur einhæf. Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Tónleikar helgaðir Ellu Fitzgerald Stórsveit Reykjavíkur lék undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Fram komu Andrea Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. september Ella Fitzgerald hefði orðið 100 ára á árinu og af því tilefni voru haldnir stórtónleikar í Hörpu á föstudagskvöldið. Stórsveit Reykjavíkur sá um stuðið, en ekki bara það. Á sviðið stigu fjölmargar íslenskar söngkonur auk KK, til að flytja lög sem Ella gerði fræg. Eins og gengur heppnaðist það nokkuð misjafnlega; sumt var betra en annað. Fyrsta sönglagið var Let’s Get Together eftir trommuleikarann Chick Webb. Salka Sól Eyfeld söng. Skemmst er frá því að segja að hún rúllaði laginu upp. Hún hefur forkunnarfagra, bjarta og hljómmikla rödd sem naut sín fullkomlega. Runa af lögum fylgdi í kjölfarið. Helst mátti finna að A-Tisket, A-Tasket í meðförum Andreu Gylfadóttur. Upphaflega er þetta barnagæla sem Ella gerði fræga, eftir því er hún fremur kæruleysisleg og blátt áfram. En á tónleikunum var hún of hröð; Andrea lék sér ekki nóg að laginu, sem fyrir bragðið virkaði stressað. Ágústa Eva Erlendsdóttur var ekki heldur í toppformi, röddin hljómaði klemmd og hörð á efstu tónunum. Ellen Kristjánsdóttir átti líka í ákveðnum erfiðleikum með toppnóturnar sem hefðu mátt vera nákvæmari. Og sumar náðu ekki almennilega í gegnum hljómsveitina eins og Ragnhildur Gísladóttir, þó söngur hennar hafi að öðru leyti verið fagmannlegur og fókuseraður. Kristjana var stjarna kvöldsins.Þær söngkonur sem stóðu upp úr voru Kristjana Stefánsdóttir, Sigríður Thorlacius og Anna Mjöll Ólafsdóttir, ásamt Sölku Sól vitaskuld. Kristjana kom manni fyrir sjónir eins og hún væri ekki mennsk, hún var hreinn náttúrukraftur! Ekki aðeins var röddin hljómfögur og kröftug, heldur voru nótnarunur upp og niður tónstigann, slaufur og skraut ótrúlega áreynslulaus og glæsileg. Sigríður var líka frábær, en á annan hátt. Það var engin flugeldasýning, en röddin var bara svo falleg, söngurinn svo tilfinningaríkur að unaður var á að hlýða. Anna Mjöll skartaði jafnframt dásamlegri rödd og mikilli fimi þegar hún valsaði upp og niður tónsviðið án þess að depla auga. Ragnheiður Gröndal stóð sig sömuleiðis ágætlega, sem og KK. Sigurður Flosason stjórnaði og hann sagði einnig frá hverju lagi og tengdi það við mismunandi kafla á ferli Ellu. Það var mjög fróðlegt. Lögin sjálf voru þó ansi keimlík, og útsetningarnar allar frekar svipaðar. Ekki var því laust við að manni fyndist dagskráin orðin nokkuð langdregin þegar á leið. Kannski hefðu mátt vera fleiri róleg lög á tónleikunum til að skapa meiri breidd.Niðurstaða: Sumar söngkonurnar voru frábærar en aðrar ekki. Hljómsveitin spilaði vel og kynning laganna var áhugaverð, en dagskráin var heldur einhæf.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira