Fyrsti snjalljakkinn á leið í búðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 13:56 Snjalltæknin er að ryðja sér til rúms út um allt. Mynd/Google Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum. Tækni Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira
Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum.
Tækni Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira