Edda Björgvins greinir líkamstjáningu formannanna: „Þetta er alls ekki dónalega meint“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 21:45 Benedikt, Inga, Bjarni, Óttarr, Sigurður Helgi, Logi og Katrín eru klár í slaginn. Vísir/Eyþór „Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“ Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira