Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:41 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn. Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn.
Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12