Hvar eru málefnin? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. október 2017 07:00 Kosningaumræðan hefur hingað til snúist um menn frekar en málefni. Það sem þó hefur ratað í umræðuna hefur frekar verið í slagorða- eða stikkorðastíl og lítið kjöt á beinunum. Sjálfstæðismenn virðast fyrst og fremst ætla að láta kosningarnar snúast um traust og stöðugleika, jafnvel þótt engum flokki hafi tekist jafn illa að halda ríkisstjórnum saman undanfarin ár. Öll barátta Framsóknar og Miðflokksins virðist ætla að snúast um persónur og leikendur. Katrín Jakobsdóttir virðist ætla að halda uppteknum hætti og láta eins lítið til sín taka og mögulegt er. Þó lýsti hún því yfir á dögunum að hún ætlaði að taka fyrir bónusa í fjármálageiranum - vissulega er það líklegt til vinsælda, en á því máli hefur löngu verið tekið og hvergi annarsstaðar er fjármálafyrirtækjum jafn þröngur stakkur sniðinn í þessum efnum og hérlendis. Þetta getur varla verið forgangsmál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík lýstu því svo yfir að aðalmálið væri baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Væntanlega geta allir flokkar sammælst um það. Ekkert eitt mál hefur fengið nægjanlega vigt til að fanga umræðuna. Því var frískandi að heyra Benedikt Jóhannesson ræða efnahagsmál í vikunni. Hann benti á að stærsta kjaramál þjóðarinnar væri að lækka vexti í landinu. Hann benti á þá staðreynd að Íslendingar þurfa að vinna klukkustund lengur á dag, en íbúar evruríkjanna til að mæta auknum kostnaði sem til fellur hér vegna hárra vaxta. Benedikt fórnaði Evrópuhugsjón sinni að vísu til að komast í ríkisstjórn eftir síðustu kosningar, en batnandi mönnum er best að lifa. Einfaldasta leiðin til að lækka vaxtastig er að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Í þeim efnum er evran langraunhæfasti kosturinn, enda er evrusvæðið okkar langstærsta viðskiptasvæði. Líkt og formaður Viðreisnar benti á væri eðlilegt fyrsta skref að festa gengi krónunnar við evruna, það mætti gera án fullrar aðildar að ESB. Tveir þrautreyndir menn úr viðskiptalífinu skrifuðu greinar hér í blaðið um krónuna í vikunni. Þórður Magnússon benti á að skýra mætti 3 til 4% mun í vaxtastigi einfaldlega með tilvísan í að gengisáhætta af íslensku krónunni sé verðlögð inní vaxtakjörin. Hann benti jafnframt á að íslensk fyrirtæki og fjárfestar standi höllum fæti gagnvart erlendum keppinautum sem geta fjármagnað sig í erlendum gjaldmiðlum með tilheyrandi sparnaði. Afleiðingin af þessu er ekki bara sú að innlend fyrirtæki eiga bágt með að keppa við erlenda keppinauta, líkt og Costco, þegar kemur að verðlagningu, heldur einnig sú að erlendir fjárfestar eiga auðveldara með að fjármagna kaup á innlendum eignum. Þessi þróun leiðir til þess að íslenskar eignir falla erlendum aðilum í skaut með tilheyrandi útflæði á peningum. Í annarri aðsendri grein benti Ole Anton Bieltvedt á að sex ára bílalán á Íslandi sé fimmfalt dýrara á samningstímanum en sambærilegt lán í Þýskalandi. Hann hittir naglann á höfuðið: “Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einhver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera”. Gjaldmiðilsmál hafa hingað til ekki verið líkleg til vinsælda meðal kjósenda. Er skýringin kannski sú að stjórnmálamönnunum hefur mistekist að skýra hvers konar kjarabót lægra vaxtastig væri fyrir þjóðina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Kosningaumræðan hefur hingað til snúist um menn frekar en málefni. Það sem þó hefur ratað í umræðuna hefur frekar verið í slagorða- eða stikkorðastíl og lítið kjöt á beinunum. Sjálfstæðismenn virðast fyrst og fremst ætla að láta kosningarnar snúast um traust og stöðugleika, jafnvel þótt engum flokki hafi tekist jafn illa að halda ríkisstjórnum saman undanfarin ár. Öll barátta Framsóknar og Miðflokksins virðist ætla að snúast um persónur og leikendur. Katrín Jakobsdóttir virðist ætla að halda uppteknum hætti og láta eins lítið til sín taka og mögulegt er. Þó lýsti hún því yfir á dögunum að hún ætlaði að taka fyrir bónusa í fjármálageiranum - vissulega er það líklegt til vinsælda, en á því máli hefur löngu verið tekið og hvergi annarsstaðar er fjármálafyrirtækjum jafn þröngur stakkur sniðinn í þessum efnum og hérlendis. Þetta getur varla verið forgangsmál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík lýstu því svo yfir að aðalmálið væri baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Væntanlega geta allir flokkar sammælst um það. Ekkert eitt mál hefur fengið nægjanlega vigt til að fanga umræðuna. Því var frískandi að heyra Benedikt Jóhannesson ræða efnahagsmál í vikunni. Hann benti á að stærsta kjaramál þjóðarinnar væri að lækka vexti í landinu. Hann benti á þá staðreynd að Íslendingar þurfa að vinna klukkustund lengur á dag, en íbúar evruríkjanna til að mæta auknum kostnaði sem til fellur hér vegna hárra vaxta. Benedikt fórnaði Evrópuhugsjón sinni að vísu til að komast í ríkisstjórn eftir síðustu kosningar, en batnandi mönnum er best að lifa. Einfaldasta leiðin til að lækka vaxtastig er að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Í þeim efnum er evran langraunhæfasti kosturinn, enda er evrusvæðið okkar langstærsta viðskiptasvæði. Líkt og formaður Viðreisnar benti á væri eðlilegt fyrsta skref að festa gengi krónunnar við evruna, það mætti gera án fullrar aðildar að ESB. Tveir þrautreyndir menn úr viðskiptalífinu skrifuðu greinar hér í blaðið um krónuna í vikunni. Þórður Magnússon benti á að skýra mætti 3 til 4% mun í vaxtastigi einfaldlega með tilvísan í að gengisáhætta af íslensku krónunni sé verðlögð inní vaxtakjörin. Hann benti jafnframt á að íslensk fyrirtæki og fjárfestar standi höllum fæti gagnvart erlendum keppinautum sem geta fjármagnað sig í erlendum gjaldmiðlum með tilheyrandi sparnaði. Afleiðingin af þessu er ekki bara sú að innlend fyrirtæki eiga bágt með að keppa við erlenda keppinauta, líkt og Costco, þegar kemur að verðlagningu, heldur einnig sú að erlendir fjárfestar eiga auðveldara með að fjármagna kaup á innlendum eignum. Þessi þróun leiðir til þess að íslenskar eignir falla erlendum aðilum í skaut með tilheyrandi útflæði á peningum. Í annarri aðsendri grein benti Ole Anton Bieltvedt á að sex ára bílalán á Íslandi sé fimmfalt dýrara á samningstímanum en sambærilegt lán í Þýskalandi. Hann hittir naglann á höfuðið: “Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einhver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera”. Gjaldmiðilsmál hafa hingað til ekki verið líkleg til vinsælda meðal kjósenda. Er skýringin kannski sú að stjórnmálamönnunum hefur mistekist að skýra hvers konar kjarabót lægra vaxtastig væri fyrir þjóðina?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun