Við erum það sem við kjósum Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. október 2017 07:00 Ég hlaut einu sinni ákúrur fyrir að segja eftirfarandi sögu. Nýlegir atburðir hafa orðið til þess að ég sé mig knúna til að rifja hana upp.Rekin inn í lögreglubíl Þann 8. maí árið 1938 birtist í Morgunblaðinu hversdagslegur listi yfir farþega sem siglt höfðu með Brúarfossi til útlanda tveimur dögum fyrr. Upptalningin er sakleysisleg: Hörður Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Rottberger og frú með tvö börn. En bak við eitt þessara andlitslausu nafna er hrollvekjandi saga. Rúmri viku fyrr hafði mátt lesa eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu: „Lögreglan hefir vísað úr landi þýskum Gyðingi … Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra?… Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minnst veitt hjer landvistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi.“ Hans Rottberger var þrjátíu og tveggja ára Berlínarbúi. Hann hafði flúið hingað til lands árið 1935 eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður í heimalandi sínu fyrir að vera gyðingur. Kona hans, Olga, og kornung dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Rottberger-hjónin hófu hér leðuriðju. En móttökur Íslendinga við flóttafólki sem leitaði undankomuleiða undan ofsóknum Hitlers voru að jafnaði óblíðar. Vorið 1938 bankaði lögreglan upp á hjá Rottberger-hjónunum. Hún lokaði leðurverkstæðinu. Hans, Olga og börnin þeirra sem þá voru orðin tvö voru rekin inn í lögreglubíl og þau flutt um borð í Brúarfoss.Að skýla sér bak við kerfi Fyrir þremur vikum stóð til að flytja nauðug af landi brott feðginin Haniye og Abrahim Maleki frá Afganistan. Geislandi bros hinnar tólf ára Haniye varð frægt er mikill mannfjöldi mætti í afmæli hennar á Klambratúni og fimmtán þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að endurskoða ákvörðun sína um að vísa feðginunum úr landi. Sumir settu sig þó upp á móti því að Haniye fengi einhvers konar „sérmeðferð“. Útlendingastofnun vildi að „kerfið“ yrði látið afskiptalaust því „jafnt ætti yfir alla að ganga“. Sjálfstæðismenn höfðu fyrir átyllu að breytingar á útlendingalöggjöf kynnu að hvetja til mansals. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði „flóttabörn ekki mikilvægari en sauðfjárbændur“. Það að menn reyni að bera af sér harðneskjulegt hugarfar með því að skýla sér bak við andlitslaust kerfi er ekki nýtt af nálinni. Á fjórða áratug tuttugustu aldar kvartaði Iðnráð Reykjavíkur yfir því við lögreglustjóra að Rottberger ræki hér atvinnu í heimildarleysi; hann hefði ekki iðnréttindi. Var þetta síður en svo í eina sinn sem verkalýðs- og iðngreinafélög reyndu að koma útlendingi úr landi sem þeim þótti skerða lífsviðurværi félagsmanna.Gálgafrestur Nú, tæpum áttatíu árum eftir að Rottberger fjölskyldan var rekin burt, hryllir okkur við meðferðinni sem hún fékk. Fyrirsláttur samtíðarmanna um iðnréttindi og aðrar leikreglur er síst til að milda dóm okkar. Það varð Rottberger-hjónunum til lífs að Brúarfoss kom við í Danmörku þar sem þeim tókst að fá hæli. Haniye og faðir hennar hafa fengið gálgafrest. Frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem samþykkt var á Alþingi fyrir þinglok tryggir Haniye efnislega meðferð á máli sínu. En hvað svo? Við getum rökrætt um kerfi, lög, reglur og amstur sútara og sauðfjárbænda. Það breytir þó engu um merg málsins: Að senda Haniye til Afganistan er engu minni hrottaskapur en að senda Rottberger fjölskylduna í gasklefann. Dómur framtíðar er handan hornsins. Hver erum við í augum komandi kynslóða? Við erum það sem við kjósum. Gleymum því ekki 28. október. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég hlaut einu sinni ákúrur fyrir að segja eftirfarandi sögu. Nýlegir atburðir hafa orðið til þess að ég sé mig knúna til að rifja hana upp.Rekin inn í lögreglubíl Þann 8. maí árið 1938 birtist í Morgunblaðinu hversdagslegur listi yfir farþega sem siglt höfðu með Brúarfossi til útlanda tveimur dögum fyrr. Upptalningin er sakleysisleg: Hörður Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Rottberger og frú með tvö börn. En bak við eitt þessara andlitslausu nafna er hrollvekjandi saga. Rúmri viku fyrr hafði mátt lesa eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu: „Lögreglan hefir vísað úr landi þýskum Gyðingi … Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra?… Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minnst veitt hjer landvistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi.“ Hans Rottberger var þrjátíu og tveggja ára Berlínarbúi. Hann hafði flúið hingað til lands árið 1935 eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður í heimalandi sínu fyrir að vera gyðingur. Kona hans, Olga, og kornung dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Rottberger-hjónin hófu hér leðuriðju. En móttökur Íslendinga við flóttafólki sem leitaði undankomuleiða undan ofsóknum Hitlers voru að jafnaði óblíðar. Vorið 1938 bankaði lögreglan upp á hjá Rottberger-hjónunum. Hún lokaði leðurverkstæðinu. Hans, Olga og börnin þeirra sem þá voru orðin tvö voru rekin inn í lögreglubíl og þau flutt um borð í Brúarfoss.Að skýla sér bak við kerfi Fyrir þremur vikum stóð til að flytja nauðug af landi brott feðginin Haniye og Abrahim Maleki frá Afganistan. Geislandi bros hinnar tólf ára Haniye varð frægt er mikill mannfjöldi mætti í afmæli hennar á Klambratúni og fimmtán þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að endurskoða ákvörðun sína um að vísa feðginunum úr landi. Sumir settu sig þó upp á móti því að Haniye fengi einhvers konar „sérmeðferð“. Útlendingastofnun vildi að „kerfið“ yrði látið afskiptalaust því „jafnt ætti yfir alla að ganga“. Sjálfstæðismenn höfðu fyrir átyllu að breytingar á útlendingalöggjöf kynnu að hvetja til mansals. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði „flóttabörn ekki mikilvægari en sauðfjárbændur“. Það að menn reyni að bera af sér harðneskjulegt hugarfar með því að skýla sér bak við andlitslaust kerfi er ekki nýtt af nálinni. Á fjórða áratug tuttugustu aldar kvartaði Iðnráð Reykjavíkur yfir því við lögreglustjóra að Rottberger ræki hér atvinnu í heimildarleysi; hann hefði ekki iðnréttindi. Var þetta síður en svo í eina sinn sem verkalýðs- og iðngreinafélög reyndu að koma útlendingi úr landi sem þeim þótti skerða lífsviðurværi félagsmanna.Gálgafrestur Nú, tæpum áttatíu árum eftir að Rottberger fjölskyldan var rekin burt, hryllir okkur við meðferðinni sem hún fékk. Fyrirsláttur samtíðarmanna um iðnréttindi og aðrar leikreglur er síst til að milda dóm okkar. Það varð Rottberger-hjónunum til lífs að Brúarfoss kom við í Danmörku þar sem þeim tókst að fá hæli. Haniye og faðir hennar hafa fengið gálgafrest. Frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem samþykkt var á Alþingi fyrir þinglok tryggir Haniye efnislega meðferð á máli sínu. En hvað svo? Við getum rökrætt um kerfi, lög, reglur og amstur sútara og sauðfjárbænda. Það breytir þó engu um merg málsins: Að senda Haniye til Afganistan er engu minni hrottaskapur en að senda Rottberger fjölskylduna í gasklefann. Dómur framtíðar er handan hornsins. Hver erum við í augum komandi kynslóða? Við erum það sem við kjósum. Gleymum því ekki 28. október. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun