Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 10:04 Helga Vala Helgadóttir segir að fyrir liggi að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi nýtt sér innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla. Vísir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, kallar eftir því að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga um sölu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á öllum eignum sínum í Sjóði 9 hjá Glitni. „Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson hefur nýtt innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla, upplýsingar sem almenningur í landinu hafði ekki og gat því ekki forðað fjármunum sínum að sama skapi. Það er skýrt lögbrot ef rétt er skv lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja,“ skrifar Helga Vala á Facebook síðu sinni.Ærið tilefni til rannsóknar Hún kallar eftir því að Alþingi skipi tafarlaust rannsóknarnefnd vegna málsins, enda þó aðdragandi hrunsins hafi verið annsakaður sé augljóst að enn séu upplýsingar sem rannsakendur höfðu ekki. „Sönnun í innherjasvikamálum er flókin en miðað við þau gögn og upplýsingar sem hér birtast virðist sem margt er tengist aðdraganda hruns, vitneskju innherja og viðskiptum í kjölfarið gefa ærið tilefni til rannsóknar,“ skrifar Helga Vala. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Stundarinnar að Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, kallar eftir því að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga um sölu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á öllum eignum sínum í Sjóði 9 hjá Glitni. „Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson hefur nýtt innherjaupplýsingar sjálfum sér og fjölskyldu sinni til heilla, upplýsingar sem almenningur í landinu hafði ekki og gat því ekki forðað fjármunum sínum að sama skapi. Það er skýrt lögbrot ef rétt er skv lagaákvæðum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja,“ skrifar Helga Vala á Facebook síðu sinni.Ærið tilefni til rannsóknar Hún kallar eftir því að Alþingi skipi tafarlaust rannsóknarnefnd vegna málsins, enda þó aðdragandi hrunsins hafi verið annsakaður sé augljóst að enn séu upplýsingar sem rannsakendur höfðu ekki. „Sönnun í innherjasvikamálum er flókin en miðað við þau gögn og upplýsingar sem hér birtast virðist sem margt er tengist aðdraganda hruns, vitneskju innherja og viðskiptum í kjölfarið gefa ærið tilefni til rannsóknar,“ skrifar Helga Vala. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Stundarinnar að Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og nú forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6 október 2008, skömmu fyrr bankahrun. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um alvarlega stöðu bankakerfisins. Alls seldi Bjarni bréf í Glitni fyrir um 120 milljónir króna eftir að hafa fundað með bankastjóra Glitnis. Þar er því jafnfram haldið fram að 6. október, sama dag og þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde, bað Guð um að blessa Ísland hafi Bjarni miðlað upplýsingum um vinnu Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni, sem er vinur hans. Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, seldu einnig í Sjóði 9 dagana fyrir bankahrunið 2008 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í desember í fyrra. Í samtali við Heimi Má Pétursson í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni við því að hafa átt í Sjóði 9 og selt eitthvað sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Hann sagðist þó ekki reka minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli.“ Virði bréfanna sem hann seldi dagana fyrir hrun námu um 50 milljónum, er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02