Lífið

Spjallað við Siggu Kling á Facebook Live - Október

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir október birtust í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun.

Sigga leggur áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.

Vísir fór af stað með skemmtilega nýjung fyrir nokkrum mánuðum en þá var hægt að spjalla við Siggu Kling í beinni útsendingu á Facebook Live. Þetta verður að sjálfsögðu á dagskrá á ný í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Uppfært: Útsendingunni er lokið og má sjá hér fyrir neðan. Hægt er að renna yfir spurningarnar sem bárust á Facebook-síðu Vísis.


Tengdar fréttir

Stjörnuspá Siggu Kling - Vogin: Getur boðað jarðskjálfta

Elsku hjartans smarta Vog. Þú ert svo sannarlega að fara inn í spennandi upphaf í lífi þínu og mjög margt mun koma þér á óvart og hefur komið á óvart á síðustu dögum. Í þér býr svo gömul sál, sem vill að allt í kring sé með friði og spekt.

Stjörnuspá Siggu Kling – Nautið: Þú ert í eðli þínu eikartré

Elsku Nautið mitt. Þú hefur verið undir miklu álagi í dálítinn tíma, en ég er með nýtt orð fyrir þig yfir álag, það kallast bara lífið! Þér hafa fundist aðstæður í kringum þig hafa verið afskaplega erfiðar en ef þú hugsar til baka þá hefur þú gengið í gengum miklu meiri erfiðleika en núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.