McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2017 09:00 Rory kemur fram við aðdáendur sína af virðingu. vísir/getty Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“ Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira