Kvíðakynslóðin Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2017 06:00 Rannsóknir á áhrifum snjallsímanotkunar hafa leitt í ljós tengsl á milli aukins kvíða hjá börnum og ungmennum og notkunar snjallsíma, ekki síst vegna samfélagsmiðla. Á að eftirláta foreldrum einum að ráða því hvort börn þeirra noti snjallsíma á öllum tímum sólarhringsins? Snjallsímar höfðu í för með sér tæknibyltingu sem hefur aukið lífsgæði okkar til muna. Við vitum hins vegar ekki til fulls hvaða langtímaáhrif snjallsímanotkun hefur á þroska barna og ungmenna. Um þessar mundir er að vaxa úr grasi í fyrsta sinn heil kynslóð barna sem hefur snjallsíma við höndina á öllum tímum sólarhringsins. Það hefur aldrei áður gerst í mannkynssögunni. Í raun má segja að við séum stödd í tilraun þar sem heil kynslóð barna er rannsóknarviðfangsefni alþjóðlegra stórfyrirtækja. Framleiðenda snjallsímanna og fyrirtækjanna sem reka vinsælustu samfélagsmiðlana. Erlendar rannsóknir sýna að notkun snjallsíma og samfélagsmiðla ýtir undir kvíða og streitu hjá fólki. Fyrrverandi yfirmaður hjá Google hefur upplýst að snjallsímarnir séu í raun hannaðir til þess að fólk geti ekki án þeirra verið. Fólk þarf stöðugt að athuga tækin til að sjá hvort það séu komin ný smáskilaboð, tölvupóstur eða nýjar tilkynningar á Facebook og Twitter. Grein Hönnu Borgar Jónsdóttur lögfræðings um snjallsímanotkun barna sem birtist á Vísi á þriðjudag hefur vakið athygli. Hanna Borg benti réttilega á að mikilvægum atriðum úr nýlegum úrskurði umboðsmanns barna um snjallsímanotkun barna hefði verið sleppt í umfjöllun fjölmiðla. Geta grunnskólar á Íslandi bannað notkun snjallsíma á skólatíma? Án nokkurs vafa enda segir orðrétt í úrskurði umboðsmanns: „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið.“ Það er rétt, sem segir í úrskurðinum og í umfjöllun um hann, að það er álitaefni hvort starfsfólk grunnskóla hafi heimildir til að gera snjallsíma upptæka ef reglum um banni við notkun þeirra er ekki fylgt. Slíkar vangaveltur eru hins vegar óþarfar og allar hugleiðingar um eignarrétt snjallsíma skipta ekki máli. Því ef nemendur virða ekki reglur á skólatíma hefur það yfirleitt afleiðingar fyrir þá. Þá skiptir ekki máli hvort reglurnar snúi að hegðun í tímum eða notkun snjallsíma. Það væri einfalt fyrir skólana að beita sömu viðurlögum við brotum á þessum reglum og gilda um önnur agabrot. Ef nemendur ætla yfirhöfuð að stunda nám ber þeim að virða reglur skólans sem þeir sækja. Best væri ef grunnskólarnir kæmu sér saman um einhverja samræmda stefnu í þessum efnum. Snjallsímar eiga ekkert erindi í kennslustofuna og það er réttmætt og eðlilegt að takmarka notkun þeirra á skólalóðinni einnig. Fulltrúar kvíðakynslóðarinnar, sem nú vex úr grasi, munu þakka fyrir þetta síðar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Rannsóknir á áhrifum snjallsímanotkunar hafa leitt í ljós tengsl á milli aukins kvíða hjá börnum og ungmennum og notkunar snjallsíma, ekki síst vegna samfélagsmiðla. Á að eftirláta foreldrum einum að ráða því hvort börn þeirra noti snjallsíma á öllum tímum sólarhringsins? Snjallsímar höfðu í för með sér tæknibyltingu sem hefur aukið lífsgæði okkar til muna. Við vitum hins vegar ekki til fulls hvaða langtímaáhrif snjallsímanotkun hefur á þroska barna og ungmenna. Um þessar mundir er að vaxa úr grasi í fyrsta sinn heil kynslóð barna sem hefur snjallsíma við höndina á öllum tímum sólarhringsins. Það hefur aldrei áður gerst í mannkynssögunni. Í raun má segja að við séum stödd í tilraun þar sem heil kynslóð barna er rannsóknarviðfangsefni alþjóðlegra stórfyrirtækja. Framleiðenda snjallsímanna og fyrirtækjanna sem reka vinsælustu samfélagsmiðlana. Erlendar rannsóknir sýna að notkun snjallsíma og samfélagsmiðla ýtir undir kvíða og streitu hjá fólki. Fyrrverandi yfirmaður hjá Google hefur upplýst að snjallsímarnir séu í raun hannaðir til þess að fólk geti ekki án þeirra verið. Fólk þarf stöðugt að athuga tækin til að sjá hvort það séu komin ný smáskilaboð, tölvupóstur eða nýjar tilkynningar á Facebook og Twitter. Grein Hönnu Borgar Jónsdóttur lögfræðings um snjallsímanotkun barna sem birtist á Vísi á þriðjudag hefur vakið athygli. Hanna Borg benti réttilega á að mikilvægum atriðum úr nýlegum úrskurði umboðsmanns barna um snjallsímanotkun barna hefði verið sleppt í umfjöllun fjölmiðla. Geta grunnskólar á Íslandi bannað notkun snjallsíma á skólatíma? Án nokkurs vafa enda segir orðrétt í úrskurði umboðsmanns: „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið.“ Það er rétt, sem segir í úrskurðinum og í umfjöllun um hann, að það er álitaefni hvort starfsfólk grunnskóla hafi heimildir til að gera snjallsíma upptæka ef reglum um banni við notkun þeirra er ekki fylgt. Slíkar vangaveltur eru hins vegar óþarfar og allar hugleiðingar um eignarrétt snjallsíma skipta ekki máli. Því ef nemendur virða ekki reglur á skólatíma hefur það yfirleitt afleiðingar fyrir þá. Þá skiptir ekki máli hvort reglurnar snúi að hegðun í tímum eða notkun snjallsíma. Það væri einfalt fyrir skólana að beita sömu viðurlögum við brotum á þessum reglum og gilda um önnur agabrot. Ef nemendur ætla yfirhöfuð að stunda nám ber þeim að virða reglur skólans sem þeir sækja. Best væri ef grunnskólarnir kæmu sér saman um einhverja samræmda stefnu í þessum efnum. Snjallsímar eiga ekkert erindi í kennslustofuna og það er réttmætt og eðlilegt að takmarka notkun þeirra á skólalóðinni einnig. Fulltrúar kvíðakynslóðarinnar, sem nú vex úr grasi, munu þakka fyrir þetta síðar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.