Range Rover Sport fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 12:00 Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás. Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent