Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið Þorvaldur Gylfason skrifar 5. október 2017 07:00 Sinnuleysi Alþingis um mikilvæg hagsmunamál landsmanna tekur á sig ýmsar myndir. Ein birtingarmyndin er styttan af Kristjáni IX Danakonungi þar sem hann stendur framan við stjórnarráðið fýldur á svip með útrétta hönd og stjórnarskrá, „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“ svo enn sé vitnað til orða Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, í nýársávarpi 1949. Betur færi á að þarna stæði stytta af Valtý Guðmundssyni alþm. sem lagði grunninn undir heimastjórnina 1904 og ýmis önnur helztu framfaramál landsins um sína daga þótt það kæmi í hlut Hannesar Hafstein að verða fyrsti ráðherrann. Annað mark um sinnuleysi Alþingis er framhlið þinghússins sem skartar enn skjaldarmerki og kórónu danska konungsríkisins sem Íslendingar skildu við 1944. Alþingi ber utan á sér skömmina eins og misheppnað húðflúr, þá skömm að hafa von úr viti svikizt undan meira en 70 ára gömlu fyrirheiti um nýja stjórnarskrá. Þegar nýja stjórnarskráin nær fram að ganga skulum við taka danska skjaldarmerkið niður af þinghúsinu og setja skjaldarmerki Íslands upp í staðinn, eigi síðar en 1. desember 2018 þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins. Við skulum ekki halda upp á aldarafmæli fullveldisins í skugga skammar.Íslenzk stjórnmálamenning Íslandi svipar enn til frumstæðra ríkja í stjórnmálamenningarlegu tilliti. Þingheimur horfðist loksins í augu við þessa óþægilegu staðreynd í september 2010 þegar hann samþykkti einum rómi þingsályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur.“ Þessi þingsályktun minnir á Eduardo Duhalde, fv. forseta Argentínu, sem sagði í viðtali við Financial Times 2002: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi hefur svikizt undan eigin ályktun frá 2010 um bætta stjórnmálamenningu eins og það sveikst undan eigin ályktun 2012 um að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna. Í fyrra hrökklaðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar frá völdum þar eð nöfn formanna beggja flokka reyndust vera í Panama-skjölunum. Í síðasta mánuði hrökklaðist ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins frá völdum vegna leynimakks um barnaníðsmál. Hvergi örlar á iðrun eða eftirsjá hvað þá heldur afsökunarbeiðni af hálfu þeirra sem hrökkluðust frá og gerðu íslenzk stjórnmál að athlægi umheimsins eina ferðina enn.Ólögmætar kosningar skv. stjórnarskrá hinna framliðnu Alþingi er í reyndinni rjúkandi rúst eins og Þór Saari, fv. alþm., lýsir vel í bók sinni Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Birgitta Jónsdóttir alþm. tók í sama streng í kveðjuræðu sinni á Alþingi um daginn. Alþingi hegðar sér á heildina litið eins og regnhlífarsamtök stjórnmálaflokka sem hegða sér aftur eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur lýst. Í þessu ljósi þarf að skoða þinglokin um daginn eftir að ríkisstjórnin hrökklaðist frá. Þá komu þingflokkarnir aðrir en Píratar og Samfylkingin sér saman um að ræða aðeins þau mál sem þeir gátu allir komið sér saman um að ræða. Sjálfstæðisflokknum með nýsprungna ríkisstjórn í fanginu var með því móti veitt neitunarvald yfir dagskrá Alþingis. Var flutt vantraust á ráðherra? – sem sitja áfram í starfsstjórn eins og ekkert hafi í skorizt. Nei. Var nýju stjórnarskránni þokað nær settu marki? Nei. Hafa þingmenn áhyggjur af að heyja enn eina kosningabaráttu skv. kjördæmaskipan sem 67% kjósenda höfnuðu 2012? Ekki verður það séð. Ef tíu framboð berast til Alþingis og fimm þeirra frá tæp 5% atkvæða hvert fyrir sig þá detta tæp 25% atkvæða niður dauð. Hér birtist löskun íslenzks lýðræðis í hnotskurn þegar ólögmætar þingkosningar eru haldnar eina ferðina enn skv. stjórnarskrá hinna framliðnu sem var kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Ný skoðanakönnun MMR sýnir að stuðningur kjósenda við nýju stjórnarskrána er jafnvel enn meiri nú (70%) en hann var 2012 (67%).Gróf mismunun Alþingi hegðar sér eins og drykkjusjúklingur í afneitun og þarf að fara í meðferð. Batahorfurnar eru skárri en á meðalheimili þar sem heimilisfólkið er varnarlaust og sjúklingurinn er sjálfur einráður um framhaldið. Kjósendur eru heimilisfólkið í dæmi Alþingis og geta haft áhrif að vissu marki. Áhrif þeirra eru þó takmörkuð þar eð gildandi kosningalög mismuna kjósendum gróflega og tryggja mörgum frambjóðendum örugg sæti og sumum flokkum sæti í forgjöf. Þar eð gömlu flokkarnir hafa splundrazt einn af öðrum, Sjálfstæðisflokkurinn í fyrra, Framsókn í ár, munu dauð atkvæði nú væntanlega dreifast jafnar milli gamalla flokka og nýrra. Það er framför. Eftir stendur þó meingallað kosningakerfi sem 67% kjósenda höfnuðu 2012. Sveinn Björnsson forseti vissi hvað hann söng þegar hann sagði 1949: „Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Sinnuleysi Alþingis um mikilvæg hagsmunamál landsmanna tekur á sig ýmsar myndir. Ein birtingarmyndin er styttan af Kristjáni IX Danakonungi þar sem hann stendur framan við stjórnarráðið fýldur á svip með útrétta hönd og stjórnarskrá, „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“ svo enn sé vitnað til orða Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, í nýársávarpi 1949. Betur færi á að þarna stæði stytta af Valtý Guðmundssyni alþm. sem lagði grunninn undir heimastjórnina 1904 og ýmis önnur helztu framfaramál landsins um sína daga þótt það kæmi í hlut Hannesar Hafstein að verða fyrsti ráðherrann. Annað mark um sinnuleysi Alþingis er framhlið þinghússins sem skartar enn skjaldarmerki og kórónu danska konungsríkisins sem Íslendingar skildu við 1944. Alþingi ber utan á sér skömmina eins og misheppnað húðflúr, þá skömm að hafa von úr viti svikizt undan meira en 70 ára gömlu fyrirheiti um nýja stjórnarskrá. Þegar nýja stjórnarskráin nær fram að ganga skulum við taka danska skjaldarmerkið niður af þinghúsinu og setja skjaldarmerki Íslands upp í staðinn, eigi síðar en 1. desember 2018 þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins. Við skulum ekki halda upp á aldarafmæli fullveldisins í skugga skammar.Íslenzk stjórnmálamenning Íslandi svipar enn til frumstæðra ríkja í stjórnmálamenningarlegu tilliti. Þingheimur horfðist loksins í augu við þessa óþægilegu staðreynd í september 2010 þegar hann samþykkti einum rómi þingsályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur.“ Þessi þingsályktun minnir á Eduardo Duhalde, fv. forseta Argentínu, sem sagði í viðtali við Financial Times 2002: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi hefur svikizt undan eigin ályktun frá 2010 um bætta stjórnmálamenningu eins og það sveikst undan eigin ályktun 2012 um að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna. Í fyrra hrökklaðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar frá völdum þar eð nöfn formanna beggja flokka reyndust vera í Panama-skjölunum. Í síðasta mánuði hrökklaðist ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins frá völdum vegna leynimakks um barnaníðsmál. Hvergi örlar á iðrun eða eftirsjá hvað þá heldur afsökunarbeiðni af hálfu þeirra sem hrökkluðust frá og gerðu íslenzk stjórnmál að athlægi umheimsins eina ferðina enn.Ólögmætar kosningar skv. stjórnarskrá hinna framliðnu Alþingi er í reyndinni rjúkandi rúst eins og Þór Saari, fv. alþm., lýsir vel í bók sinni Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Birgitta Jónsdóttir alþm. tók í sama streng í kveðjuræðu sinni á Alþingi um daginn. Alþingi hegðar sér á heildina litið eins og regnhlífarsamtök stjórnmálaflokka sem hegða sér aftur eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur lýst. Í þessu ljósi þarf að skoða þinglokin um daginn eftir að ríkisstjórnin hrökklaðist frá. Þá komu þingflokkarnir aðrir en Píratar og Samfylkingin sér saman um að ræða aðeins þau mál sem þeir gátu allir komið sér saman um að ræða. Sjálfstæðisflokknum með nýsprungna ríkisstjórn í fanginu var með því móti veitt neitunarvald yfir dagskrá Alþingis. Var flutt vantraust á ráðherra? – sem sitja áfram í starfsstjórn eins og ekkert hafi í skorizt. Nei. Var nýju stjórnarskránni þokað nær settu marki? Nei. Hafa þingmenn áhyggjur af að heyja enn eina kosningabaráttu skv. kjördæmaskipan sem 67% kjósenda höfnuðu 2012? Ekki verður það séð. Ef tíu framboð berast til Alþingis og fimm þeirra frá tæp 5% atkvæða hvert fyrir sig þá detta tæp 25% atkvæða niður dauð. Hér birtist löskun íslenzks lýðræðis í hnotskurn þegar ólögmætar þingkosningar eru haldnar eina ferðina enn skv. stjórnarskrá hinna framliðnu sem var kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Ný skoðanakönnun MMR sýnir að stuðningur kjósenda við nýju stjórnarskrána er jafnvel enn meiri nú (70%) en hann var 2012 (67%).Gróf mismunun Alþingi hegðar sér eins og drykkjusjúklingur í afneitun og þarf að fara í meðferð. Batahorfurnar eru skárri en á meðalheimili þar sem heimilisfólkið er varnarlaust og sjúklingurinn er sjálfur einráður um framhaldið. Kjósendur eru heimilisfólkið í dæmi Alþingis og geta haft áhrif að vissu marki. Áhrif þeirra eru þó takmörkuð þar eð gildandi kosningalög mismuna kjósendum gróflega og tryggja mörgum frambjóðendum örugg sæti og sumum flokkum sæti í forgjöf. Þar eð gömlu flokkarnir hafa splundrazt einn af öðrum, Sjálfstæðisflokkurinn í fyrra, Framsókn í ár, munu dauð atkvæði nú væntanlega dreifast jafnar milli gamalla flokka og nýrra. Það er framför. Eftir stendur þó meingallað kosningakerfi sem 67% kjósenda höfnuðu 2012. Sveinn Björnsson forseti vissi hvað hann söng þegar hann sagði 1949: „Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun