Heklaði skírnarkjól dóttur sinnar Guðný Hrönn skrifar 2. október 2017 07:45 Kjartan gerði sér lítið fyrir og heklaði skírnarkjól dóttur sinnar. vísir/anton Hinn 23 ára Kjartan Jónsson byrjaði að hekla og prjóna af kappi árið 2013 þegar kann komst að því að hann og unnusta hans ættu von á barni. „Þetta byrjaði bara þegar konan mín, Anna Karen Kolbeins, varð ólétt. Þá fékk ég þessa flugu í hausinn. En maður lærði náttúrulega eitthvað í grunnskóla. Fyrst ákvað ég að hekla kalkpoka til að nota í klettaklifur. Mér fannst þetta helvíti gaman þannig að ég ákvað að halda áfram og kenna sjálfum mér meira,“ segir Kjartan Jónsson sem heklar og prjónar af kappi. Þegar Kjartan var kominn í góða æfingu byrjaði hann að hekla skírnarkjól. „Mig minnir að amma mín hafi látið mig fá gamalt tímarit með einhverjum leiðbeiningum að barnakjól. Ég breytti uppskriftinni aðeins þannig að úr varð skírnarkjóll,“ segir Kjartan. Kjóllinn er í miklu uppáhaldi hjá honum.Smáatriðin í kjólnum eru upp á tíu.Hann segir það ekki hafa verið mikið mál að hekla kjólinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta hefur alltaf legið svolítið vel fyrir mér, það er bara mikilvægt að ná góðum grunnskilningi á því hvernig þetta virkar.“ Spurður út í hvað það hafi tekið hann langan tíma að hekla kjólinn segir hann: „Það er góð spurning. Ég man það bara ekki. En þetta voru einhverjir mánuðir, ég sat ekki við þetta í heilu lagi. En það kom smá tímapressa á mig þegar það fór að styttast í skírnina,“ segir hann og hlær.Lítur út fyrir að vera flóknara en það er Síðan Kjartan fór að stunda hannyrðir hefur hann kennt kærustunni sinni að hekla. „Já, ég hef kennt henni og einhverjum vinkonum hennar eitthvað smá líka. En annars finnst mér Youtube alltaf vera besti kennarinn sko,“ útskýrir Kjartan sem hefur sjálfur stuðst mikið við kennslumyndbönd á Youtube. „Það geta allir gert þetta, þetta lítur út fyrir að vera miklu flóknara en það er. Það er bara um að gera að kaupa sér nál og prófa.“ Aðspurður hvort hann þekki marga karlmenn sem stunda hannyrðir svarar hann neitandi. „Mér sýnist það vera sjaldgæft að karlar hekli og prjóni. Það er einn annar strákur sem ég þekki sem hefur verið að hekla eina og eina húfu. En það er það eina sem ég veit af.“ Hvað finnst svo vinum hans og félögum? „Sko, ég vinn hjá Orkuveitunni, sem er rosalega mikill karlavinnustaður eitthvað. Og vinnufélagarnir kippa sér ekkert mikið upp við þetta. En maður hefur alveg fundið fyrir smá fordómum, þá frá einhverjum eldri körlum sem finnst þetta fyndið. En það er bara eins og það er. En mér finnst bara fyndið að þeim finnist þetta athugavert. Þeim finnst bara eins og maður eigi að vera með hamar og nagla,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Hinn 23 ára Kjartan Jónsson byrjaði að hekla og prjóna af kappi árið 2013 þegar kann komst að því að hann og unnusta hans ættu von á barni. „Þetta byrjaði bara þegar konan mín, Anna Karen Kolbeins, varð ólétt. Þá fékk ég þessa flugu í hausinn. En maður lærði náttúrulega eitthvað í grunnskóla. Fyrst ákvað ég að hekla kalkpoka til að nota í klettaklifur. Mér fannst þetta helvíti gaman þannig að ég ákvað að halda áfram og kenna sjálfum mér meira,“ segir Kjartan Jónsson sem heklar og prjónar af kappi. Þegar Kjartan var kominn í góða æfingu byrjaði hann að hekla skírnarkjól. „Mig minnir að amma mín hafi látið mig fá gamalt tímarit með einhverjum leiðbeiningum að barnakjól. Ég breytti uppskriftinni aðeins þannig að úr varð skírnarkjóll,“ segir Kjartan. Kjóllinn er í miklu uppáhaldi hjá honum.Smáatriðin í kjólnum eru upp á tíu.Hann segir það ekki hafa verið mikið mál að hekla kjólinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta hefur alltaf legið svolítið vel fyrir mér, það er bara mikilvægt að ná góðum grunnskilningi á því hvernig þetta virkar.“ Spurður út í hvað það hafi tekið hann langan tíma að hekla kjólinn segir hann: „Það er góð spurning. Ég man það bara ekki. En þetta voru einhverjir mánuðir, ég sat ekki við þetta í heilu lagi. En það kom smá tímapressa á mig þegar það fór að styttast í skírnina,“ segir hann og hlær.Lítur út fyrir að vera flóknara en það er Síðan Kjartan fór að stunda hannyrðir hefur hann kennt kærustunni sinni að hekla. „Já, ég hef kennt henni og einhverjum vinkonum hennar eitthvað smá líka. En annars finnst mér Youtube alltaf vera besti kennarinn sko,“ útskýrir Kjartan sem hefur sjálfur stuðst mikið við kennslumyndbönd á Youtube. „Það geta allir gert þetta, þetta lítur út fyrir að vera miklu flóknara en það er. Það er bara um að gera að kaupa sér nál og prófa.“ Aðspurður hvort hann þekki marga karlmenn sem stunda hannyrðir svarar hann neitandi. „Mér sýnist það vera sjaldgæft að karlar hekli og prjóni. Það er einn annar strákur sem ég þekki sem hefur verið að hekla eina og eina húfu. En það er það eina sem ég veit af.“ Hvað finnst svo vinum hans og félögum? „Sko, ég vinn hjá Orkuveitunni, sem er rosalega mikill karlavinnustaður eitthvað. Og vinnufélagarnir kippa sér ekkert mikið upp við þetta. En maður hefur alveg fundið fyrir smá fordómum, þá frá einhverjum eldri körlum sem finnst þetta fyndið. En það er bara eins og það er. En mér finnst bara fyndið að þeim finnist þetta athugavert. Þeim finnst bara eins og maður eigi að vera með hamar og nagla,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira