Neyðin og ógnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. október 2017 06:00 Þar sem sumir sjá neyð sjá aðrir ógn. Þar sem sumir sjá hjálparþurfi manneskjur sjá aðrir „aðkomumenn“ sem ásælast það sem með réttu tilheyrir „heimamönnum“. Allt eru þetta kenndir sem eru djúpt í okkur – jafnt samúðin sem tortryggnin. En mannkynið er á flótta – allt er á fleygiferð, heilu búsvæðin á Jörðinni að verða óbyggileg af völdum þurrka og flóða. Í kjölfarið fylgja stríð og vargöld. Við stöndum álengdar, hér á fyrsta farrými heimsins. Sum okkar sjá neyðina en önnur hugsanlega ógn.UmönnunarhvötinÞetta snýst meðal annars um sýn okkar á mennina. Og mikil ósköp: við höfum misjafna reynslu af þeirri dýrategund. Það er alls konar vesen sem fylgir fólki og hefur alltaf gert. Til að mannlegt samfélag leysist ekki upp í óreiðu þarf sérstaka blöndu af sérgæsku og samlíðan, reglufestu og frjálsræði, einkaframtaki og samvinnu – sérhæfingu og frumlegu fúski. Þessi blanda verður aldrei fundin hárrétt í eitt skipti fyrir öll, en hefur komist næst því að virka í því þingræðislega lýðræðisfyrirkomulagi og blandaða hagkerfi sem er undirstaða velmegunar í löndum Evrópu. Sé þess gætt að þetta fyrirkomulag haldist – jöfnuður og almennt athafna- og tjáningarfrelsi ásamt öflugu velferðarkerfi og sterkri almannaþjónustu – þá skiptir í rauninni ekki höfuðmáli hvaðan fólk kemur; frá Barðaströnd, Kína eða Sýrlandi. Mennirnir eru sem sé ofurseldir alls konar hvötum, með misjafnlega gæfulegum birtingarmyndum, sumum spaugilegum, jafnvel indælum, öðrum hroðalegum. Ein er sú frumhvöt okkar sem við tölum ekki oft um og gefum kannski ekki nægilegan gaum: það er umönnunarhvötin. Hún er okkur öllum í blóð borin, og eitt það versta sem getur hent fólk er að sú hvöt fái ekki að blómstra, vegna ytri aðstæðna eða veikinda.Þessi börn biðu á landamærunum að Makedóníu í febrúar á síðasta ári.vísir/EPAÞessi hvöt stýrði verkum þingmanna þegar þeir felldu úr gildi það úrelta fyrirkomulag að veita mönnum „uppreist æru“ – þar réði umhyggja fyrir þeim börnum sem hugsanlega kynnu að verða á vegi níðinga. Sama hvöt réði því að meirihluti alþingismanna samþykkti tvær breytingar á lögum um útlendinga; annars vegar er styttur um þrjá mánuði sá tími sem það tekur að afgreiða umsókn án efnislegrar meðferðar, sé um barn að ræða, og hins vegar fá börn hálfsmánaðar frest til að fara fram á endurupptöku máls, hafi verið um synjun á dvalarleyfi að ræða. Þar sem flest okkar sjá neyð sjá önnur ógn. Það er ekki vegna þess að viðkomandi sé vont fólk, heldur telur það til dæmis ástæðu til að ætla að börn á flótta eigi á hættu að vera rænt af óprúttnum aðilum sem telja sig þar með í betri aðstöðu til að fá dvalarleyfi en ella. Það hugsar málið út frá afbrigðunum frekar en reglunni, með þeim afleiðingum að afbrigðin móta reglurnar sem ná yfir öll þau sem ekkert misjafnt hafa í pokahorninu, ekkert hafa annað en neyð sína. Það er að sjálfsögðu allur þorri þess fólks sem hingað leitar eftir hæli og dvalarleyfi. Öll börn hafa sín altæku réttindi, sem snúast um skjól og vernd, skóla, mat – þetta einfalda sem svo mörg börn í heiminum fara á mis við: Umönnun.Börn á flóttaFólk sem sér vegalaus börn sem hingað berast – og telur hugsanlega ógn sem kann að stafa frá einhverjum hugsanlegum óprúttnum aðilum eiga að ráða málsmeðferð okkar þegar kemur að vanda þessara barna – það lokar augunum fyrir því að við erum ekki að uppfylla þarfir þessara barna, eins og okkur ber. Það lokar augunum fyrir því að þó að börn séu send eitthvað annað þá hætta þau ekki að vera til. Neyð þeirra hverfur ekki. En hún gæti minnkað nytu þessi börn skjóls hér á landi. Börn á flótta eru í senn sérlega aðkallandi vandi og óþægilegur að horfast í augu við. Þau eru milljónum saman um allan heim á vergangi, ýmist með fjölskyldum sínum eða hafa orðið viðskila við þær. Þau hrekjast úr einum stað í annan og fá ekki það skjól sem þau þurfa og eiga heimtingu á, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt því sem umönnunarhvötin býður okkur að veita. Mörg börn eru fædd í flóttamannabúðum og þar með ríkisfangslaus, réttindalaus, eins og það sé sérstaklega refsivert að fæðast í svo ömurlegum aðstæðum. Stundum er talað um að við getum ekki bjargað heiminum, við hér. Á móti mætti spyrja: Hver annar ætti að gera það en við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þar sem sumir sjá neyð sjá aðrir ógn. Þar sem sumir sjá hjálparþurfi manneskjur sjá aðrir „aðkomumenn“ sem ásælast það sem með réttu tilheyrir „heimamönnum“. Allt eru þetta kenndir sem eru djúpt í okkur – jafnt samúðin sem tortryggnin. En mannkynið er á flótta – allt er á fleygiferð, heilu búsvæðin á Jörðinni að verða óbyggileg af völdum þurrka og flóða. Í kjölfarið fylgja stríð og vargöld. Við stöndum álengdar, hér á fyrsta farrými heimsins. Sum okkar sjá neyðina en önnur hugsanlega ógn.UmönnunarhvötinÞetta snýst meðal annars um sýn okkar á mennina. Og mikil ósköp: við höfum misjafna reynslu af þeirri dýrategund. Það er alls konar vesen sem fylgir fólki og hefur alltaf gert. Til að mannlegt samfélag leysist ekki upp í óreiðu þarf sérstaka blöndu af sérgæsku og samlíðan, reglufestu og frjálsræði, einkaframtaki og samvinnu – sérhæfingu og frumlegu fúski. Þessi blanda verður aldrei fundin hárrétt í eitt skipti fyrir öll, en hefur komist næst því að virka í því þingræðislega lýðræðisfyrirkomulagi og blandaða hagkerfi sem er undirstaða velmegunar í löndum Evrópu. Sé þess gætt að þetta fyrirkomulag haldist – jöfnuður og almennt athafna- og tjáningarfrelsi ásamt öflugu velferðarkerfi og sterkri almannaþjónustu – þá skiptir í rauninni ekki höfuðmáli hvaðan fólk kemur; frá Barðaströnd, Kína eða Sýrlandi. Mennirnir eru sem sé ofurseldir alls konar hvötum, með misjafnlega gæfulegum birtingarmyndum, sumum spaugilegum, jafnvel indælum, öðrum hroðalegum. Ein er sú frumhvöt okkar sem við tölum ekki oft um og gefum kannski ekki nægilegan gaum: það er umönnunarhvötin. Hún er okkur öllum í blóð borin, og eitt það versta sem getur hent fólk er að sú hvöt fái ekki að blómstra, vegna ytri aðstæðna eða veikinda.Þessi börn biðu á landamærunum að Makedóníu í febrúar á síðasta ári.vísir/EPAÞessi hvöt stýrði verkum þingmanna þegar þeir felldu úr gildi það úrelta fyrirkomulag að veita mönnum „uppreist æru“ – þar réði umhyggja fyrir þeim börnum sem hugsanlega kynnu að verða á vegi níðinga. Sama hvöt réði því að meirihluti alþingismanna samþykkti tvær breytingar á lögum um útlendinga; annars vegar er styttur um þrjá mánuði sá tími sem það tekur að afgreiða umsókn án efnislegrar meðferðar, sé um barn að ræða, og hins vegar fá börn hálfsmánaðar frest til að fara fram á endurupptöku máls, hafi verið um synjun á dvalarleyfi að ræða. Þar sem flest okkar sjá neyð sjá önnur ógn. Það er ekki vegna þess að viðkomandi sé vont fólk, heldur telur það til dæmis ástæðu til að ætla að börn á flótta eigi á hættu að vera rænt af óprúttnum aðilum sem telja sig þar með í betri aðstöðu til að fá dvalarleyfi en ella. Það hugsar málið út frá afbrigðunum frekar en reglunni, með þeim afleiðingum að afbrigðin móta reglurnar sem ná yfir öll þau sem ekkert misjafnt hafa í pokahorninu, ekkert hafa annað en neyð sína. Það er að sjálfsögðu allur þorri þess fólks sem hingað leitar eftir hæli og dvalarleyfi. Öll börn hafa sín altæku réttindi, sem snúast um skjól og vernd, skóla, mat – þetta einfalda sem svo mörg börn í heiminum fara á mis við: Umönnun.Börn á flóttaFólk sem sér vegalaus börn sem hingað berast – og telur hugsanlega ógn sem kann að stafa frá einhverjum hugsanlegum óprúttnum aðilum eiga að ráða málsmeðferð okkar þegar kemur að vanda þessara barna – það lokar augunum fyrir því að við erum ekki að uppfylla þarfir þessara barna, eins og okkur ber. Það lokar augunum fyrir því að þó að börn séu send eitthvað annað þá hætta þau ekki að vera til. Neyð þeirra hverfur ekki. En hún gæti minnkað nytu þessi börn skjóls hér á landi. Börn á flótta eru í senn sérlega aðkallandi vandi og óþægilegur að horfast í augu við. Þau eru milljónum saman um allan heim á vergangi, ýmist með fjölskyldum sínum eða hafa orðið viðskila við þær. Þau hrekjast úr einum stað í annan og fá ekki það skjól sem þau þurfa og eiga heimtingu á, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt því sem umönnunarhvötin býður okkur að veita. Mörg börn eru fædd í flóttamannabúðum og þar með ríkisfangslaus, réttindalaus, eins og það sé sérstaklega refsivert að fæðast í svo ömurlegum aðstæðum. Stundum er talað um að við getum ekki bjargað heiminum, við hér. Á móti mætti spyrja: Hver annar ætti að gera það en við?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun