Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2017 21:14 Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20