Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 16:06 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015. vísir/stefán Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15