Lífið

Kórar Íslands: Sönghópurinn Spectrum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sönghópurinn Spectrum
Sönghópurinn Spectrum
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 

Fimmti þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Sönghópnum Spectrum sem kemur fram í fimmta þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Sönghópurinn Spectrum

Spectrum er sönghópur sem í er kraftmikið söngfólk á öllum aldri, úr ólíkum geirum atvinnulífsins. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, en hann hefur nú starfað í fjórtán ár. Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona sem er vel þekkt í íslensku tónlistarlífi. Spectrum hefur komið víða fram, heldur vor- og jólatónleika á hverju ári og syngur gjarnan á Menningarnótt, á aðventunni og við ýmis önnur tækifæri.

Hópurinn söng nýlega í beinni útsendingu í Kastljósi og hélt jólatónleika í Laugarneskirkju þar sem færri komust að en vildu. Spectrum þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð og kórakeppni á Ítalíu árið 2015 og lenti í silfurflokki keppninnar í blönduðum „a capella söng“.

Hér að neðan má heyra Sögnhópinn Spectrum syngja lagið Rauði riddarinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.